Norðurlandsdeild

Norðurlandsdeildin er vettvangur þeirra sem búa á Akureyri og nágrenni til að koma saman, kynnast, miðla sameiginlegri reynslu og skemmta sér.

Félagar deildarinnar hittast að jafnaði einu sinni í mánuði og ræða þá ýmis málefni, fara saman í leikhús, út að borða, halda þorrablót o.fl.

Til að komast í samband við Norðurlandsdeild félagsins skaltu hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 525 0000, eða senda póst á netfangið blind@blind.is.