Suðurlandsdeild

Suðurlandsdeild Blindrafélagsins er vettvangur félaga sem búa á Suðurlandi.

Deildin fjallar um og tekur á staðbundnum hagsmunamálum á svæðinu. Reglulega eru haldnir fundir sem eru opnir öllum félögum á svæðinu auk þess sem deildin stendur fyrir ýmiss konar viðburðum.

Til að komast í samband við Suðurlandsdeild félagsins skaltu hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 525 0000, eða senda póst á netfangið blind@blind.is.