Bakhjarlar Blindrafélagsins

Um og yfir 90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu er sjálfsaflafé. Bakhjarlar Blindrafélagsins gegna þar mjög mikilvægu og vaxandi hlutverki . Að vera bakhjarl Blindrafélagsins felur það í sér að styrkja félagið reglulega með greiðslu tiltekinnar upphæðar. 

Allir bakhjarlar sem að greiða mánaðarlegar greiðslur til Blindrafélagsins eru tryggðir uppá 10 miljónir króna fyrir augnslysum sem valda sjónmissi, auk þess sem þeir fá Í upphafi hvers árs sent leiðsöguhundandadagatal Blindrafélagsins án endurgjalds.

Ef þú hefur áhuga á því að gerast bakhjarl hjá Blindrafélaginu, getur þú fyllt inn nafnið þitt, netfang og símanúmer hér fyrir neðan og munum við hafa samband við þig. Einnig er hægt að hringja í síma 525 0000 og gerast bakhjarl.