Blindrafélagið setur sér siðareglur og viðbragðsáætlanir

Á aðalfundi Blindrafélagsins í mars  2016 var samþykkti ályktun þess efnis að stjórn skyldi falið að semja  siðareglur fyrir félagið og leggja fyrir félagsfund til staðfestingar..

Stjórn Blindrafélagsins ákvað að vinna verkefnið í samstarfi við félagsmenn með opnum fundum þar sem siðareglur voru teknar fyrir og félagsmenn gátu komið áherslum sínum á framfæri. Sú vinna hefur nú skilað þeim árangri að siðareglurnar sem  lagðar voru fram af stjórn félagsins voru  samþykktar samhljóða af félagsmönnum.

Einnig voru kynntar siðareglur sem stjórn félagsins setti sér og siðareglur fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða. Formaður félagsins Sigþór U. Hallfreðsson segir þetta mikilvægan áfanga.

„Siðareglur eru einhverskonar leiðsögn til félagsmanna en þær eru líka skilaboð útá við um hver við erum og fyrir hvað við stöndum.“

Á fundinum voru einnig kynntar aðgerðaáætlanir gegn annarsvegar kynferðisbrotum og hinsvegar einelti sem stjórn hefur unið að undanfarið og hafa tekið gildi.

Stofnað hefur verið fagráð vegna kynferðisbrota og eru þeir sem telja sig hafa orðið fyrir brotum á vettvangi félagsins hvattir til að hafa samband við fagráð á fagrad@blind.is. Rósa María Hjörvar, varaformaður félagsins segir þetta mikilvægt skref og verði vonandi til þess að tryggja öryggi og réttindi mögulegra þolenda.

Hér er hægt að lesa siðareglur Blindrafélagsins.