Boð á aðalfund - 13. maí.

 

Stjórn Blindrafélagsins boðar til aðalfundar félagsins. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 13. maí 2022 kl. 13:00. Fundurinn verður haldinn í Hamrahlíð 17 en einnig verður hægt að sitja hann stafrænt.

Athygli er vakin á því að réttur til setu á aðalfundi, og þar með talið kjörgengi, fellur niður ef félagsgjöld eru ógreidd.

Tillögum til breytinga á lögum félagsins þarf að skila til skrifstofu Blindrafélagsins fyrir laugardaginn 22. apríl 2022, kl. 13:00.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Auglýst er eftir framboðum í embætti tveggja aðalstjórnarmanna og tveggja varamanna.
Kjörtímabilið er tvö ár. Minnt er á að framboðum skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir boðaðan aðalfund og rennur því framboðsfrestur út kl. 13:00 laugardaginn 22. apríl.

Framboðum skal skila í tölvupósti. Framboð skal senda með sannarlegum hætti í tölvupósti til Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins, á netfangið khe@blind.is.

Hægt er að lesa nánar um aðalfundi félagsins í lögum Blindrafélagsins (8., 9. og 10. gr.).

Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins,
Kristinn Halldór Einarsson.
Framkvæmdastjóri.