Boð á aðalfund Blindrafélagsins.

Stjórn Blindrafélagsins boðar til aðalfundar félagsins. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 17. október 2020 í samkomusal félagsins að Hamrahlíð 17 og hefst hann kl. 13:00. 

Vegna COVID-19 faraldursins og þeirra hamlanna sem gildandi sóttvarnarreglur hafa fært með sér, er þessi aðalfundur haldinn á þessum óhefðbundna tíma. Ljóst er að fundurinn mun þurfa að vera frábrugðin fyrri aðalfundum til að mæta gildandi sóttvarnarreglum. Nánari upplýsingar um það verða birtar síðar. 

Athygli er vakin á því að réttur til setu á aðalfundi, og þar með talið kjörgengi, fellur niður ef félagsgjöld eru ógreidd. 

Tillögum til breytinga á lögum félagsins þarf að skila til skrifstofu Blindrafélagsins fyrir laugardaginn 26. september 2020, kl. 13:00. 

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.  

Auglýst er eftir framboðum í embætti formanns, tveggja aðalstjórnarmanna og tveggja varamanna
Kallað er eftir framboðum í embætti formanns, tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn félagsins. Kjörtímabilið er tvö ár. Minnt er á að framboðum skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir boðaðan aðalfund og rennur því framboðsfrestur út kl. 13:00 laugardaginn 26. september. 

Framboðum má skila í tölvupósti, á venjulegu letri og á punktaletri. Framboð skal senda með sannarlegum hætti bréflega, eða í tölvupósti til Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins, á netfangið khe@blind.is

Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins, 

Kristinn Halldór Einarsson. 
Framkvæmdastjóri.