Víðsjá komin út.

Hjalti Sigurðsson á forsíðu

Víðsjá er komin út, full af áhugaverðu efni.

Hjalti Sigurðsson er í ítarlegu viðtali.

Skoðum enn frekar aðgegnislausnina NaviSens.

Umfjöllun um tölvuleikinn The Last of Us: Part two.

Hægt er að hlusta á blaðið á heimasíðu félagsins og í Vefvarpinu.

Hægt er að skoða blaðið á pdf-formi. 

Viðsjá skipar lykilhlutverk í fjáröflun Blindrafélagsins en félagið þarf að afla 90% af tekjum sínum með eigin fjáröflun til að standa undir nauðsynlegri starfsemi og þjónustu. Víðsjá kemur út tvisvar á ári, í febrúar og ágúst. Upplag blaðsins er um 12.000 eintök. Því er dreift til félagsmanna, styrktarfélaga, bakhjarla og annarra velunnara félagsins sem stutt hafa félagið á síðastliðnum árum. Auk þess er blaðið sent til ýmissa félaga, fyrirtækja og opinberra aðila með áherslu á þá sem tengjast heilbrigðisþjónustu.

Samkvæmt könnunum Capacent, sem gerðar voru fyrir Blindrafélagið, þá sögðust 74% aðspurðra hafa lesið eða flett blaðinu, það þýðir að um 15 þúsund manns skoðuðu blaðið. Af þeim sem voru 82% ánægðir með efnistök blaðsins sem sýnir að ritstjórnarstefna blaðsins höfðar vel til markhópsins. 
Tilgangur Víðsjár er að stuðla að sem viðtækustum skilningi og stuðningi, meðal félagsmanna og almennings á: 
Lífsgæðum og mannréttindum blinds og sjónskerts fólks á Íslandi.  
Nýjustu rannsóknum og meðferðartilraunum á sviði augnlækninga. 
Verkefnum á vettvangi Blindrafélagsins eða sem eru studd af því.

https://www.blind.is/is/utgafa-fraedsla/vidsja/vidsja-12-arg-1-tbl-2020