Boðun á félagsfund, 19. febrúar.

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar miðvikudaginn 19. febrúar kl. 17:00 að Hamrahlíð 17.

Dagskrá fundarins:

  1. Fundarsetning.
  2. Kynning viðstaddra.
  3. Kosning starfsmanna fundarins.
  4. Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar. Fundargerðina er hægt að lesa á heimasíðu Blindrafélagsins, í fréttabréfi félagsins eða í Vefvarpinu undir liðnum efni frá Blindrafélaginu, fundargögn vegna aðal og félagsfunda, fundargerðir, núverandi útgáfa.
  5. Frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar. Hvað vakir fyrir löggjafanum og hvaða áhrif hafa lögin? Framsaga: Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, og Vignir Þröstur Hjálmarsson, tæknistjóri hjá Hreyfli.
  6. Kynning á dagskrá ráðstefnunnar RIWC2020 og NOK2020 i Hörpu 5. til 7. júní. Framsaga Helgi Hjörvar, formaður undirbúningsnefndar, og Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins.
  7. Önnur mál.
  8. Fundarslit.

Þeir félagsmenn sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn, geta hlustað á hann í beinni útsendingu í Vefvarpi Blindrafélagsins undir liðnum Efni frá Blindrafélaginu, Bein útsending úr sal Blindrafélagsins.

F.h. stjórnar Blindrafélagsins.
Sigþór U. Hallfreðsson.