Breytingar á gjaldskrá og leiðarkerfi Strætó

Þann 1 janúar 2018 tóku gildi  gjaldskrárbreytingar hjá Strætó.Gjaldskrá verður hækkuð að meðaltali um 4,9%. 

  • Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verður 460 kr. eftir breytingu.

  • Afsláttarfargjöld fyrir börn, aldraða og öryrkja verður 220 kr. 

 Þessar breytingar þýða að grunngjald í ferðaþjónustu Blindrafélagsins hækkar úr 440 kr í 460 kr.

Nánari upplýsingar um nýju gjaldskrána má finna hér.

Minnt er á að blindir og sjónskertir ferðast ókeypis með öllum leiðum Strætó nema leið 57.

Hvíti stafurinn, leiðsöguhundur eða félagsskírteini Blindrafélagsins staðfesta rétt viðkomandi. Sjá staðfestingu þar um hér.

 Breytingar á leiðakerfi 

Breytingar á leiðakerfi munu taka gildi þann 7.janúar. Helstu breytingar eru:

  • Leið 6 verður stytt og sett á 10 mínútna tíðni á annatímum. Sama fyrirkomulag hefur verið á leið 1 í rúmt ár og hefur það reynst mjög vel.

  • Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18  til klukkan 01:00 á kvöldin.

  • Sex leiðir munu sinna næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugar- og sunnudaga. Leiðirnar munu aka á ca. klukkutíma fresti frá klukkan 01:00 til ca. 04:30.

  • Sumarið 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og tíðkast hefur síðastliðin ár.