Gjaldhækkun á ferðaþjónustu Blindrafélagsins í janúar 2026

Í byrjun janúar 2026 hækkaði staðgreiðslugjald Strætó úr 670 kr. í 690 kr. og þar með hækkar kostnaðarþátttaka notenda í ferðaþjónustunni samsvarandi.

Hér er hægt að lesa fréttina hjá Strætó um gjaldskrárbreytinguna.

Ferðaþjónusta Blindrafélagsins er þjónustuúrræði sem notast við leigubifreiðar. Samningar eru gerðir við sveitarfélög, sem samkvæmt gildandi lögum um þjónustu við fatla fólk með langvarandi stuðningsþarfir, bera ábyrgð á að fötluðu fólki standi til boða "stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess." 

Sækja ber um ferðaþjónustu hjá því sveitarfélagi sem umsækjandi er búsettur í.

Frekari upplýsingar um Ferðaþjónustu Blindrafélagsins.