ESB lætur kanna aðgengi að opinberum vefsvæðum

Framkvæmdaráð ESB (European Commision) hefur falið fyrirtækinu Capgemini http://www.capgemini.com/ að framkvæma umfangsmikla evrópska könnun meðal fólks með mismunandi fatlanir, í þeim tilgangi að afla upplýsinga um upplifun þeirra sem mest þurfa að reiða sig á gott aðgengi að vefsvæðum og rafrænni þjónustu, sem kveðið er á um í tilskipun ESB um vefaðgengi (Web Accessibility Directive (https://eur-lex.europa.eu/legal-content/en/TXT/?uri=CELEX%3A32016L2102).
Í þessari könnun verður athyglinni beint að aðgengi opinberra vefsvæða og smáforrita.

Þátttaka í könnunin er möguleg frá mánudeginum 24. september 2018 til mánudagsins 8. október 2018.

Eftir því sem að fleiri taka þátt í könnuninni þá aukast líkur á því að niðurstöðurnar varpi skýru ljósi á þær aðgengishindranir sem nauðsynlegt er að ryðja úr vegi.

Hægt er að taka þátt í könnuninni á íslensku. Íslensku þýðingarnar eru hinsvegar ekki mjög góðar og sumt getur verið villandi. Fólk þarf að hafa varann á og lesa spurningarnar vel. Þær eru skiljanlegar en geta verið villandi ef þær eru lesnar hratt. Hér eru tenglar inn á könnunina.
Fyrst íslenska útgáfan og svo á nokkrum öðrum tungumálum

Íslenska: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=is
English: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7
Danish: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=da
Norwegian: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=no 
Swedishhttps://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=sv
Polish: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=pl
Finnish: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=fi 
French: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=fr
German: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=de
Italian: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=it
Dutch: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=nl
Spanish: https://www.surveymonkey.com/r/HD8DMN7?lang=es 

Varðandi frekari upplýsingar hafið þá vinsamlegast samband við sem.enzerink@capgemini.com.