Víðsjá komin út.

Víðsjá, tímarit Blindrafélagsins, er komið út og er fullt af áhugaverðum greinum. Í blaðinu er fjallað um málefni blindra og sjónskertra og allt sem viðkemur augum og augnheilsu.  

VÍÐSJÁ hitti Guðrúnu Helgu Skúladóttur sem greindist á tvítugsaldri með Retinitis Pigmentosa, arfgengan hrörnunarsjúkdóm í sjónhimnu sem oft leiðir til blindu.

Fjallað er um tilraunir með genameðferðir sem vonir standa til að geti komið í veg fyrir að ungt fólk verði blint af völdum arfgengra hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu.

VÍÐSJÁ kíkti í kaffi til Ingu Sæland, alþingismanns. Hún talar m.a. um uppvaxtarárin og hvernig hún gekk menntaveginn.

Hús Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 er sérstakur staður, VÍÐSJÁ tekur stöðuna á húsinu. 

 
Viðsjá skipar lykilhlutverk í fjáröflun Blindrafélagsins en félagið þarf að afla 90% af tekjum sínum með eigin fjáröflun til að standa undir nauðsynlegri starfsemi og þjónustu. Víðsjá kemur út tvisvar á ári, í febrúar og ágúst. Upplag blaðsins er um  20.000 eintök. Því er dreift til félagsmanna, styrktarfélaga, bakhjarla og annarra velunnara félagsins sem stutt hafa félagið á síðastliðnum árum. Auk þess er blaðið sent til ýmissa félaga, fyrirtækja og opinberra aðila með áherslu á þá sem tengjast heilbrigðisþjónustu.
Samkvæmt könnunum Capacent, sem gerðar voru fyrir Blindrafélagið, þá sögðust 74% aðspurðra hafa lesið eða flett blaðinu, það þýðir að um 15 þúsund manns skoðuðu blaðið. Af þeim sem voru 82% ánægðir með efnistök blaðsins sem sýnir að ritstjórnarstefna blaðsins höfðar vel til markhópsins. 
Tilgangur Víðsjár er að stuðla að sem viðtækustum skilningi og stuðningi, meðal félagsmanna og almennings á: 
Lífsgæðum og mannréttindum blinds og sjónskerts fólks á Íslandi.  
Nýjustu rannsóknum og meðferðartilraunum á sviði augnlækninga. 
Verkefnum á vettvangi Blindrafélagsins eða sem eru studd af því.