Félagsfundur í Blindrafélaginu, haldinn 21. febrúar 2019.

Félagsfundur í Blindrafélaginu, haldinn 21. febrúar 2019.
Fundarstjóri kjörinn Eyþór Kamban Þrastarson. Fundarritari kjörinn Gísli Helgason.
Meiginefni fundarins var kynning á niðurstöðum kannana sem Gallup framkvæmdi fyrir Blindrafélagið, almannatryggingakerfið og fyrirhugaðar breytingar á því, framkvæmdir að Hamrahlíð 17 og tillaga sem lá fyrir fundinum um nýtt merki Blindrafélagsins sem byggt væri á hvíta stafnum.
Heildartími: 2 klst. 47 mín.

Efnisyfirlit:
1. Fundarsetning, kynning fundarmanna, fundargerð síðasta félagsfundar borin upp til samþykktar.
Til máls tóku: Sigþór U. Hallfreðsson, fundarmenn sem kynntu sig, Eyþór Kamban Þrastarson og Gísli Helgason.
12.24 mín.

Kynntar niðurstöður úr könn um húsnæðismál, almenna líðan félagsmanna og me too-líðan sem Gallup á Íslandi framkvæmdi fyrir Blindrafélagið, hjá félagsmönnum. Frummælandi: Tómas Bjarnason frá Gallup á Íslandi.
02a Húsnæðismál.
12.08 mín.

02b almenn líðan
16.01 mín.

02c spurningar um me too, áreitni og ofbeldi.
11.53 mín.

02d Umræður. Til máls tóku:
Rósa María Hjörvar, Marjakaisa Matthíasson og Steinar Björgvinsson.
4.43 mín.

Um almammatryggingakerfið og fyrirhugaðar breytingar á því. Frummælendur: Rósa María Hjörvar formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins og Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður Öryrkjabandalagsins.
03a Framsaga Rósu Maríu.
10.27 mín.

03b Framsaga Halldórs Sævars.
13.42 mín.

03c Umræður. Til máls tóku:
Steinar Björgvinsson, Hreiðar Sigmarsson, Lilja Sveinsdóttir, Gísli Helgason, Rósa María Hjörvar, Halldór Sævar Guðbergsson, Baldur Snær Sigurðsson, Sigþór U. Hallfreðsson sem las upp ályktun frá stjórn Blindrafélagsins,Halldór Sævar, Steinar Björgvinsson og Hreiðar Sigmarsson.
31.25 mín.

04 Framkvæmdir við Hamrahlíð 17, Framsögumaður Kristinn Halldór Einarsson.
Umræður. Til máls tók Halldór Sævar Guðbergsson.

05 Tekin fyrir tillaga Arnþórs Helgasonar og Sigtryggs R. Eyþórssonar um nýtt merki Blindrafélagsins sem byggt yrði á hvítastafnum.
Gísli Helgason flutti tillöguna og mælti fyrir henni vegna fjarveru tillöguflytjenda.
5.11 mín.

05a Umræður. Til máls tóku:
Baldur Snær Sigurðsson, Friðrik Steinn Friðriksson, Sigþór U. Hallfreðsson sem flutti breytingartillögu frá stjórn, Rósa María Hjörvar, Gísli Helgason,og Eyþór Kamban Þrastarson sem orðaði breytingatillögu, Halldór Sævar Guðbergsson og Baldur Snær Sigurðsson.
20:58 mín.

06 Önnur mál og fundarslit. Til máls tóku:
Rósa María Hjörvar nýr aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins og formaður félagsins, Sigþór U. Hallfreðsson.
2.29 mín.