Framboð til formanns og stjórnar Blindrafélagsins

Laugardaginn 21. apríl kl 13:00 rann út frestur til að skila inn framboðum til formanns og stjórnar Blindrafélagsins fyrir aðalfundi félagsins sem fram fer laugardaginn 12. maí. Kosið verður í embætti formanns og tveggja aðalmanna og tveggja varamanna til tveggja ára.  Sjá frekar í lögum félagsins hér.

Þegar að framboðsfrestur rann út höfðu eftirtaldir aðilar sent inn tilkynningu um framboð:

Til formanns:

  • Friðgeir Þráinn Jóhannesson.
  • Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson.

Til stjórnar:

  • Dagný Kristmannsdóttir.
  • Eyþór Kamban Þrastarson
  • Lilja Sveinsdóttir
  • Þórarinn Þórhallsson  

 

Kjörnefnd hefur yfirfarið kjörgengi frambjóðenda og úrskurðar alla ofantalda frambjóðendur kjörgenga.

 

Samkvæmt lögum félagsins ber stjórninni nú að undirbúa kosning á aðalfundi félagsins þann 12. maí næstkomandi og verður öllum frambjóðendum gefinn kostur á að kynna sig á miðlum félagsins.

Kjörnefnd Blindrafélagsins

Brynja Arthursdóttir
Bessi Gíslason
Sigtryggur R. Eyþórsson

 

Lagabreytingar
Frestur til að skila inn tillögum að lagabreytingum rann út  á sama tíma og framboðsfrestur. Engar lagabreytingatillögur bárust.