Hlynur Þór Agnarsson ráðinn aðgengis og upplýsingafulltrúa Blindrafélagsins.

Hlynur Þór Agnarsson, félagsmaður Blindrafélagsins, hefur verið ráðinn í starf aðgengis og upplýsingafulltrúa Blindrafélagsins og mun hann hefja störf í október mánuði. Rósa María Hjörvar, sem gegnt hefur þessu starfi undanfarið, lætur af störfum í lok október til að hefja doktorsnám í bókmenntafræði við Háskóla Ísands og er henni óskað velfarnaðar.

Hlynur, sem er 31 árs gamall, er mörgum félagsmönnum að góðu kunnur fyrir tónlistahæfileika sína. Undanfarin ár hefur hann starfað sem hópstjóri í einstaklingssöludeild hjá Vodafone/Sýn. Auk þess að vera tónlistarmenntaður þá er Hlynur með menntun í jafningjastjórnun frá Opna Háskólanum.

Hlynur er boðinn velkominn til starfa og er þess vænst að hann muni verða farsæll í störfum sínum fyrir félagið og félagsmenn þess. Með þessari ráðningu er aukið við starfsgildi hjá félaginu til að sinna bæði starfrænum og ferilfræðilegum aðgengis-verkefnum.

Sjá auglýsingu um starfið: