Hönnunarsamkeppni fyrir afmælismerki Blindrafélagsins

Á næsta ári mun Blindrafélagið halda upp á áttræðisafmæli sitt og af því tilefni vill félagið halda samkeppni um 80 ára afmælis merki félagsins.

Merkið myndi vera notað fyrir kynningarefni félagsins, bæði prentað og stafrænt árið 2019.

Hægt er að kynna sér starf og gildi félagsins á heimasíðu þess blind.is

 

 Skil

-Merkið þarf að vera auðlesanlegt.

-Óskað er eftir því að hægt sé að nota merkið fyrir mismunandi miðla. Með og án nafni félagsins. Lárétt og lóðrétt.

-Tillögur þurfa að vera tilbúnar til notkunar og skulu skilast á .jpeg og vector sniði.

-Einnig er beðið um a4 uppsetningu á pdf til að leggja fyrir dómnefnd.

-Skil skulu eiga sér stað fyrir 12. nóvember.

-Senda skal inn tilögur á samkeppni@blind.is

 

Stjórn félagsins ásamt starfsmönnum mun velja sigurvegara.

Tillögur verða lagðar útprentaðar nafnlaust fyrir stjórnina.

Sigurvegari samkeppninnar fær að launum 50.000 krónur.

 

Félagið áskilur sér rétt til að útfæra vinningstillöguna í samvinnu við hönnuðinn.

Félagið áskilur sér ennfremur rétt til að hafna öllum tillögum.

Spurningar skulu sendast á fridrik@blind.is