Leiðsöguhundadagatal 2024 komið í sölu

 

Góðar fréttir!
 
Leiðsöguhundadagatalið 2024 er komið í hús og byrjað í sölu.
 
Hægt er að næla sér í eintak í Vefverslun Blindrafélagsins eða mæta til okkar í Hamrahlíð 17.
 
 
Dagatalið er á 2.600 kr. og fer allur ágóði dagatalsins í kaup og þjálfun leiðsöguhunda en eins og er þá eru fimmtán leiðsöguhundar starfandi hér á landi fyrir blinda og sjónskerta og mikilvægt er að geta viðhaldið leiðsöguhundaverkefninu vel.
 
Dagatalið er ekki einungis gagnlegt til að halda utan um mikilvægar dagsetningar í lífi fólks heldur er það líka leið til þess að styðja við gott málefni.