Úthlutun úr Stuðningi til sjálfstæðis - styrktarsjóði Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins haustið 2023.

Þann 30. október kom stjórn Styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins Stuðningur til sjálfstæðis saman.

Á dagskrá var afgreiðsla styrkumsókna sem bárust eftir að auglýst hafði verið eftir styrkumsóknum.

Alls bárust 11 umsóknir uppá 4.295.000 kr. Eftirfarandi styrkúthlutanir voru samþykktar:

A - flokkur. Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.
Engin gild umsókn barst í A – flokki.

Samtals úthlutað í A - flokki: 0 krónur.

B - Flokkur. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.
Már Gunnarsson 1.000.000 – Námsstyrkur.
Arnar Þór Reynisson 120.000 – Sálfræðikostnaður.
Svarvar Guðmundsson 75.000 – Vatnslitanámskeið.
Þórarinn Þórhallsson 75.000 – Hestaferð, v/aðstoðarmanns.

Samtals úthlutað í B - flokki: 1.270.000 krónur.

C - flokkur. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.
Eliona Gjecaj 50.000
Jón Helgi Gíslason 75.000
Már Gunnarsson 75.000
Nuras Nasr Nasser 75.000

Samtals úthlutað í C - flokki: 275.000 krónur.

D - flokkur. Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdrátta.
Bergvin Oddsson 500.000 – Bókaútgáfa.
Hljóðbókasafn Íslands 300.000 – Aðgengi sjónskertra einstaklinga að hljóðbókum á arabísku.

Samtals úthlutað í D-flokki 800.000 krónur.

Alls úthlutað 2.345.000 krónur.