Mjög mikil ánægja með þjónustu Blindrafélagsins, Þekkingamiðstöðvarinnar og Hljóðbókasafnsins

 

Blindrafélagið sinnir hagsmunamálum blindra og sjónskertra vel að mati 91% félagsmanna og 89,5% félagsmanna eru ánægðir með þjónustu þess. Hlutfall þeirra sem eru að öllu leyti ánægð með þjónustuna hækkar talsvert á milli mælinga eða um 7% en árið 2018 sögðust 21,9% aðspurðra vera að öllu leyti ánægð en nú 28,9%.

Þetta er meðal meðal þess sem fram kemur í  nýlegri könnun sem Gallup gerði á viðhorfum gagnvart þjónustu Blindrafélagsins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar og Hljóðbókasafnsins. 

Niðurstöðurnar eru einnig mjög góðar þegar kemur að þjónustu Þekkingarmiðstöðvarinnar en 95,7% þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu hennar eru ánægð með þjónustuna og 98,2% eru ánægð með viðmót starfsfólks Miðstöðvarinnar. 97,6% þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Hljóðbókasafnsins eru ánægð með þjónustuna.

 

Niðurstöður voru kynntar á félagsfundi sem haldinn var 23. mars 2022.

Hægt er að hlusta á fundinn á heimasíðu félagsins.