Nýtt blað af Víðsjá er komið út.
Ritstjórar: Marjakaisa Matthíasson og Mónika Elísabet Kjartansdóttir.
Meðal efnis er:
Viðtal við Emilíu Jónsdóttur: Hvernig sjúkraþjálfun augna hefur aukið lífsgæði hennar.
Patrekur Andrés Axelsson: Fyrsti sjónskerti einstaklingurinn til að útskrifast sem sjúkraþjálfari á Íslandi.
Sumarstarf blindra og sjónskertra ungmenna: Ungmenni nýttu tæknina til að efla sjálfstæði og aðgengi.
Nýjar leiðbeiningar um aðgengi: Blindrafélagið og ÖBÍ hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar um lagningu leiðarlína og athyglissvæða innanhúss til að tryggja öruggt og sjálfstætt aðgengi.
Og margt fleira.
Hægt er að skoða og hlusta á blaðið á heimasíðunni okkar hér.
Einnig er hægt að styrkja útgáfuna og Blindrafélagið með að kaupa útgáfuna hér í vefverslun Blindrafélagsins.