Alþjóðadagur leiðsöguhunda – Opið hús í sal Blindrafélagsins, 30. apríl

Miðvikudaginn 30. apríl kl. 15:00 fögnum við Alþjóðadegi leiðsöguhunda – degi sem tileinkaður er þessum ómetanlegu félögum sem gegna lykilhlutverki í lífi margra. Leiðsöguhundar styðja notendur sína með því að efla sjálfstæði, auka öryggi og skapa traust og náin tengsl.
 
Í tilefni dagsins býður Blindrafélagið, í samstarfi við leiðsöguhundadeildina, ykkur hjartanlega velkomin í opið hús í sal félagsins á annarri hæð að Hamrahlíð 17.
 
Boðið verður upp á kaffi og köku, og fjórfættu gestirnir okkar fá auðvitað líka sitt – handvalið hundanammi.
 
Við hvetjum alla áhugasama til að koma og kynna sér starf leiðsöguhunda og mikilvægi þeirra fyrir notendur. Þetta er tilvalið tækifæri til að hitta hetjurnar með skott og heyra af eigin reynslu hvernig þeirra þátttaka skiptir sköpum í daglegu lífi.
 
Við hlökkum til að taka á móti ykkur!