Styrktarsjóður Margrétar Jónsdóttur.

 

Stjórn Styrktarsjóðs Margrétar Jónsdóttur auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sótt skal um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu Blindrafélagsins https://www.blind.is/is/blindrafelagid/styrktarsjodir/styrktarsjodur-margretar-jonsdottur/umsoknareydublad  fyrir 9. febrúar 2018.
 
Styrktarsjóður Margétar Jónsdóttur var stofnaður í ársbyrjun 2006 í samræmi við erfðaskrá Margrétar Jónsdóttur (06.11.1905 - 30.09.2003). Tilgangur sjóðsins er að styrkja foreldra/forráðamenn vegna barna sinna, allt að 18 ára aldri, sem greinst hafa blind/sjónskert eða með alvarlega augnsjúkdóma.
 
Sjóðurinn veitir einungis styrki vegna verkefna eða hluta sem ekki eru styrktir af almannatryggingum, félagsþjónustu sveitafélaga eða af öðrum opinberum stofnunum eða sjóðum sem koma að málum blindra og sjónskertra barna. Aðaláhersla styrkveitinga er að styðja við tómstundaiðkun og sérstakt nám sjónskertra og blindra barna. 

Ekki verða veittir styrkir til tölvu- eða símakaupa að þessu sinni.
 
Í umsókninni skal lýsa nákvæmlega því verkefni/hlut sem sótt er um styrk til og gera grein fyrir mikilvægi þess fyrir skjólstæðinginn auk þess sem kostnaðaráætlun skal fylgja.
 
Stjórn sjóðsins mun ákveða upphæð veittra styrkja en skipulagsskrá sjóðsins setur henni reglur um hámark þeirrar upphæðar sem veita má í styrki hverju sinni. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að hafna umsóknum eða veita styrki að hluta. 
 
Veittur styrkur skal nýttur innan árs frá úthlutun.
 
Nánari upplýsingar veitir Marjakaisa Matthíasson, kaisa@blind.is.
Reykjavík 4. janúar  2018
 f.h. stjórnar Styrktarsjóðs Margrétar Jónsdóttur,
 
 
Marjakaisa Matthíasson,
Alþjóða- og deildafulltrúi Blindrafélagsins.