Samstarfssamningur milli Blindrafélagsins og Íþróttasambands fatlaðra.

Við undirritun samningsins. Frá vinstri: Patrekur Andrés Axelsson spretthlaupari, Sigþór U. Hallfreð…
Við undirritun samningsins. Frá vinstri: Patrekur Andrés Axelsson spretthlaupari, Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins, Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra og Már Gunnarrson sundmaður.

Blindrafélagið mun styrkja ÍF um eina milljón á ári á tímabilinu 2018 -2020, samtals þrjár milljónir, vegna hinna ýmsu verkefna sem Patrekur og Már taka þátt í m.a. vegna undirbúnings og þátttöku Íslands í Paralympics í Tokyo 2020.

 

Már og Patrekur eru báðir félagar í Blindrafélaginu, Már keppir í sundi og Patrekur í 100 og 200 m. spretthlaupum. Að mati forustumanna Íþróttasambands fatlaðra eiga þeir báðir góða möguleika á að vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra í Tokyo 2020, að því gefnu að þeir þeim séu skapaðar góðar aðstæður til að æfa og keppa og að þeir leggi hart að sér.