Vorhappdrætti 2019

 

Sala á miðum fyrir vorhappdrætti Blindrafélagsins er hafin.

Hægt er að kaupa miða hér.

Velunnurum félagsins hafa verið sendir miðar í pósti og þeir munu jafnframt birtast í heimabanka viðkomandi sem valkrafa. Þeir sem kjósa að styrkja Blindrafélagið með miðakaupum, miðaverð 2900 kr., eiga möguleika á að vinna einhvern eftirtalinna vinninga:

 

Glæsilegir vinningar:

Toyota Corolla, 5 dyra Active, sjálfskiptur, 1.8 l Hybrid að verðmæti kr. 4.390.00 

Toyota Yaris, 5 dyra Active, sjálfskiptur, 1.5 l Hybrid að verðmæti kr. 3.190.00 

30 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 300.000 

20 Samsung Galaxy S10+ snjallsímar, hver að verðmæti kr. 159.900  

30 Samsung Galaxy S10 snjallsímar, hver að verðmæti kr. 144.900  

30 Samsung Galaxy TAB S4 WiFi 4G, hver að verðmæti kr. 84.900  

30 gistivinningar fyrir tvo í tvær nætur með morgunverði á Íslandshóteli að eigin vali, ásamt þriggja rétta kvöldverði annað kvöldið, hver að verðmæti kr. 84.400 

Alls 142 skattfrjálsir vinningar að verðmæti kr. 29.204.000 

Dregið 11. júní 2019. 

Gulur happdrættismiði með myndum af vinningum, bílum, símum og spjaldtölvum