Fundargerð aðalfundar Blindrafélagsins 11. maí 2019

1. Fundarsetning

Formaður félagsins, Sigþór U. Hallfreðsson, setti fundinn kl. 13:00 á 80. starfsári félagsins og bauð alla velkomna. Hann nefndi í opnunarræðu sinni að viðfangsefnin eru enn þau sömu þó áherslurnar hafa breyst gegnum tíðina.

2. Kynning fundarmanna

Í upphafi fundar kynntu fundarmenn sig með nafni. Alls sóttu 40 manns fundinn.

3. Kosning fundarstjóra og fundarrita

Formaður félagsins lagði til að Hjörtur H. Jónsson yrði fundarstjóri og Marjakaisa Matthíasson fundarritari. Það var samþykkt einróma.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar

Fundarstjóri bar upp fundargerðina sem birt hafði verið á miðlum félagsins til samþykktar. Hún var samþykkt samhljóða.

5. Inntaka nýrra félaga

Marjakaisa Matthíasson kynnti nýja félagsmenn sem gengu í Blindrafélagið á starfsárinu og var félagsaðild þeirra að því loknu staðfest.

6. Látinna félaga minnst

Marjakaisa Matthíasson minntist látinna félagsmanna sem féllu frá á starfsárinu.

7. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu ári

Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, greindi í skýrslu sinni frá starfi félagsins á liðnu starfsári. Hann nefndi m.a. nýju leiðsöguhundana þrjá og þörfina að breyta reglum um komu leiðsöguhunda til landsins, sömuleiðis samráðsfundinn í janúar með þátttöku Ungblind. Verið er að undirbúa Retina International ráðstefnuna sem haldin verður í júní 2020. Einnig mun Blindrafélagið taka þátt í menningarnótt sem heiðursgestur hátíðarinnar vegna 80 ára afmælis félagsins. Hann sagði einnig frá viðgerðum á húseignina í Hamrahlíð 17 og hugmyndum um að hækka húsið um eina hæð.
Umræður urðu m.a. um meðhöndlun stjórnvalda á fötluðum, aðgengi á netinu og ferðafrelsi leiðsöguhundanna til og frá landinu. Til máls tóku Arnþór Helgason, Halldór Sævar Guðbergsson, Sigríður Björnsdóttir, Rósa María Hjörvar, Sigþór U. Hallfreðsson og Gísli Helgason

8. Afgreiðsla ársreikninga félagsins og sjálfstæðra rekstrareininga

Guðný Helga Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, kynnti ársreikninga Blindrafélagsins og sjóða þess. Hún kynnti einnig álit og áritun KPMG sem var án athugasemda og helstu tölur í rekstri félagsins fyrir árið 2018 og efnahagsreikning 31.12.2018.

Eftir stuttar umræður voru reikningarnir samþykktir samhljóða.

9. Kosning tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn

Fundarstjóri bar upp tillögu stjórnar um að í talninganefnd yrðu skipuð Friðrik Steinn Friðriksson, Hildur Björnsdóttir og Ingólfur Garðarsson. Var tillagan samþykkt einróma.

Sex manns voru í framboði til stjórnar og kynntu þeir sig. Þeir voru Arnþór Helgason, Guðmundur Rafn Bjarnason, Hlynur Þór Agnarsson, Kaisu Hynninen, Rósa Ragnarsdóttir og Rúna Garðarsdóttir.
Alls greiddu 67 manns atkvæði og deildust atkvæðin þannig: Arnþór 31, Guðmundur Rafn 39, Hlynur Þór 40, Kaisu 42, Rósa 36 og Rúna 29 atkvæði. Kaisu og Hlynur Þór voru kosin sem stjórnarmenn og Guðmundur og Rósa sem varamenn.

Að kosningunni lokinn er stjórn Blindrafélagsins þannig skipuð:

  • Sigþór U. Hallfreðsson formaður.
  • Eyþór Kamban Þrastarson aðalmaður.
  • Hlynur Þór Agnarsson aðalmaður.
  • Kaisu Hiynnien aðalmaður
  • Lilja Sveinsdóttir aðalmaður.
  • Dagný Kristmannsdóttir varamaður
  • Guðmundur Rafn Bjarnason varamaður.
  • Rósa Ragnarsdóttir varamaður.
  • Þórarinn Þórhallsson varaðamaður.

10. Ályktunartillögur stjórnar

Áður en afgreiðsla ályktunartillagna hófst kom tillaga um dagskrábreytingu frá Arnþóri Helgasyni að lesa hverja tillögu fyrir sig, ræða um hana og greiða atkvæði um hverja og eina. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fundarstjóri las upp ályktunartillögur stjórnar.

Fyrsta tillagan var Evrópska aðgengistilskipunin innleidd á Íslandi. Eftir upplesturinn hófust umræður um málið. Arnþór Helgason tók fyrst til máls og vildi bæta í tillöguna þeim tilmælum til allra menntastofnanna sem kenna tölvunarfræði að gera aðgengi að hluta af skyldunáminu. Rósa María Hjörvar og Baldur Snær Sigurðsson stuttu tillöguna.

Umbreytt tillaga var samþykkt samhljóða.

Næst á dagskrá var ályktunartillaga um ferðafrelsi leiðsöguhunda. Halldór Sævar Guðbergsson hvatti fundarmennina að samþykkja hana. Ályktunartillagan var samþykkt samhljóða.

Í ályktunartillögu um Hljóðbókasafn Íslands er mótmælt flutningu þess undir Landsbókasafni og lagt til að Blindrafélagið tæki við rekstur bókasafnsins. Arnþór Helgason sagðist vera hræddur um að bókasafnið gæti misst af opinberum fjárveitingum ef Blindrafélagið bæri ábyrgð á því. Hann vildi breyta tillögunni þannig að Blindrafélagið óski eftir viðræðum við stjórnvöld um hugsanlegar breytingar á rekstri bókasafnsins.

Rósa María Hjörvar benti á þá alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að notendahópurinn hefur orðið stærri. Það er mikill munur á því að eiga erfitt með að lesa ritað mál og geta það alls ekki. Í Landsbókasafni mundi Hljóðbókasafnið drukkna í skort af fjárheimildum og þjónustan við blinda og sjónskerta versna enn. Hún var sammála Arnþóri að Blindrafélagið þarf að koma að málinu. 

Kristinn Halldór Einarsson lagði áherslu á að með þessari tillögu væri verið að búa til samningsstöðu til að fá viðræður við menntamálaráðuneytið. Markmiðið er að koma í veg fyrir að bókasafnið verði sett undir Landsbókasafnið.

Einnig tóku til máls Gísli Helgason, Sigríður Björnsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Halldór Sævar Guðbergsson og Baldur Snær Sigurðsson. Sigþór U. Hallfreðsson útskýrði að markmið ályktunarinnar er fyrst og fremst að sporna við fótum og ögra stjórnvöld til viðræðna. Hann lagði til að upprúnalega tillagan verði samþykkt. Arnþór Helgason dró tillöguna sína til baka. Upprunaleg ályktunartillagan var samþykkt samhljóða.

11. Veiting Gulllampa Blindrafélagsins

Formaður Blindrafélagsins kynnti veitingu Gulllampans. Hann tók fram að þau sem að þessu sinni fengu æðstu viðurkenningu félagsins hafa öll komið að því sem hægt er að kalla stafræna birtingu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus, frá Almannarómi hefur ötult bent á nauðsyn þess að varðveita íslenskuna á stafrænni öld. Helga Olafsdóttir og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir hafa báðar verið forstöðukonur Blindrabókasafns og Hljóðbókasafns. Helga hlaut gulllampann fyrir ómetanlegt frumkvæði að stofnun Blindrabókasafns og að dugnaði að tryggja vöxt þess og velgengni og Þóra Sigríður fyrir að standa dyggan vörð um tilverurétt safnsins í gegnum tæknibyltingarnar og rétt notenda til bókalesturs. Þau öll þökkuðu fyrir viðurkenninguna.

12. Árstillag félagsmanna og gjalddagi þess

Stjórn Blindrafélagsins lagði til að árstillag verði áfram 4.000 krónur. Það var samþykkt samhljóða.

13. Kosning í kjörnefnd

Stjórnin lagði til að Bessi Gíslason, Brynja Arthúrsdóttir og Sigtryggur R. Eyþórsson sæti í kjörnefndinni auk Hörpu Völundardóttur til vara. Tillagan var samþykkt samhljóða.

14. Aðalfundur ákveður laun stjórnarmanna

Tillaga stjórnar var að hækka laun stjórnarmanna í 7.500 kr. fyrir hvern fund, sem sé í samræmi við 5,5% hækkun launavísitölu síðustu tólf mánaða. Til máls tóku Arnþór Helgason, Baldur Snær Sigurðsson, Eyþór Kamban Þrasterson, Hjalti Sigurðsson, Ólafur Þór Jónsson, Marjakaisa Matthíasson og Gísli Helgason. Tillagan var samþykkt með þorra atkvæða gegn þrem.

15. Önnur mál

Arnþor Helgason nefndi að rekstur leiguíbúða sé til fyrirmyndar en gerði tillögu um að reglum um úthlutun leiguíbúða verði breytt þannig að skipað verði óháð úthlutunarnefnd sem hafi litil tengsl við félagið. Hann lagði einnig til að fólk eigi inni í ákveðnum umsóknartíma eins og hjá ÖBI og sveitafélögum. Kristinn H. Einarsson útskýrði núverandi úthlutunnarreglur. Auk hans tóku til máls Eyþór Kamban Þrastarson, Óli Þór Jónsson og Baldur Snær Sigurðsson sem lagði fram dagskrátillögu um að vísa málinu til stjórnar til þess að yfirfara úthlutunarreglurnar. Tillagan var samþykkt með miklu meirihluta atkvæða gegn einu.
Halldór Sævar Guðbergsson hvatti stjórnina að skoða húsnæðismálin í stærra samhengi vegna þess að það er gríðarlegur skortur á leiguhúsnæði fyrir tekjulágu fólki.

Sigríður Björnsdóttir ræddi aðgengi og kvartaði yfir bílum sem eru lagðir á gangbrautir. Lilja bendi á að hægt væri að setja miða um aðgengi á bílrúðuna.

Arnþór Helgason tók til máls og sagðist hafa lagt fram á síðasta félagsfundi tillögu um breytt merki félagsins. Tillagan var vísað til stjórnar og langaði Arnþór að vita hve örlög tillögunnar urðu. Í henni fólst að hafa hvítan staf í merki félagsins en ekki gamlan grútarlampa. Guðmundur Hafsteinsson tók fram að lampi Blindrafélagsins er ekki líkur grútarlampa heldur minnir hann frekar á lampa Aladdins. Sigþór U. Hallfreðsson greindi frá stöðuna. Það kom skýrt fram í tillögunni að tillögur skuli leggja fram til næsta aðalfundar 2020. Áður en þar er komið lætur stjórnin gera fagleg greinagerð á merkinu, gildi þess, tilgangur og sögulegt samhengi.

16. Fundarslit

Sigþór U. Hallfreðsson þakkaði fyrir góðan fund og sleit honum kl. 17:40.

Fundargerð ritaði Marjakaisa Matthíasson.