Fundargerð stjórnar nr. 11 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri, Lilja Sveinsdóttir (LS) meðstjórnandi, María Hauksdóttir (MH) varamaður, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson (PAA) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00, bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var dagskrá tillagan samþykkt einróma.

Lýst eftir öðrum málum: RMH.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerðir 10. fundar, sem send hafði verið fundarmönnum fyrir fundinn var samþykkt. Einnig var farið sérstaklega yfir fundargerð 7. fundar og var hún samþykkt.

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

       Stefnumótun stjórnar.        

       Alþingiskosningar 2016.      

       Haustúthlutun 2016 úr sjóðnum Blind börn á íslandi. 

       Fundur með forstöðukonu Hljóðabókasafnsins.

       Fjölskylda á vergangi.

       Af norrænu samstarfi.

Umræður sköpuðust um mikilvægi HBS og þeirri hættu sem steðjar að safninu vegna ásakanna um misnotkun á hljóðbókum þrátt fyrir að rannsóknir sýni að slík misnotkun sé mjög fátíð.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

       Ferðaþjónusta Blindrafélagsins í Kópavogi.

       Haust happadrætti Blindrafélagsins.

       Jólakort Blindrafélagsins.

       Jólaskemmtun starfsmanna.

       Leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins.

       Brunaviðbragðsáætlun og brunaæfing.

       Rekstraryfirlit fyrir fyrstu 9 mánuði ársins.

4. Bréf og erindi.  

Tilkynning um 9 nýja félagsmenn.

5. Stefnumótun stjórnar Blindrafélagsins.

SUH greindi frá því að lokaútgáfa Stefnumótunarskýrslu stjórnar, sem var uppfærð á vinnufundum stjórnar, hafi verið send öllum stjórnarmönnum fyrir fundinn. Umræður sköpuðust um hvar væri eðlilegt að birta skýrsluna en fram til þessa hefur hún verið aðgengileg á heimasíðu félagsins. Stefnumótunin var samþykkt samhljóða.

6. Félagsfundur 10.11.2016

SUH gerði grein fyrir að hann myndi kynna stefnumótunarskýrslu stjórnar á félagsfundinum. Stjórn félagsins gerir að tillögu sinni að Hlynur Þór Agnarsson verði fundarstjóri og Gísli Helgason fundarritari. Að fundinum loknum verður efnt til samsöngs undir stjórn Hlyns Þórs Agnarssonar.

7. Rekstraryfirlit janúar til september.

KHE gerði grein fyrir megintölum úr rekstri Blindrafélagsins fyrir fyrstu 9 mánuði ársins, sem eru eftirfarandi:. Rekstrartekjur, 150 millj. kr. er um 2% undir áætlun en 2,7% yfir rekstrartekjum fyrstu 9 mánuðina 2015.  Rekstrargjöld eru 153 millj. kr., sem er á áætlun og 8,7% hærri en fyrir fyrstu 9 mánuðina 2015.

Megin skýringin á frávikum frá áætlun á tekjuhliðinni liggja í því að leigutekjur dragast saman um 4,3 millj. kr. vegna sölu á Stigahlíð 71 og fjáraflanir eru 2%  undir áætlun miðað við sama tíma í fyrra. Aðrir tekjuliðir hækka örlítið.

Á gjaldahliðinni er skrifstofu og stjórnunarkostnaður um 5,4 millj. kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, launkostnaður er 3,4 millj. kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir og skýrist hann af formannsskiptum, en ekki var gert ráð fyrir þeim kostnaði í áætlunum. Einnig er kostnaður vegna félagsmála og mötuneytis 1,6 millj. kr. yfir áætlun. Tap á reglulegri starfsemi er um 3,4 millj. kr.

KHE fór síðan ítarlega yfir sundurliðaðar tölur úr rekstrinum og gerði grein fyrir frávikum samanborið við reksturinn á seinasta ári.

Rætt var um mikilvægi þess að setja í gang bakhjarlasöfnun á nýju ári sem og samskipti við velunnara félagsins.

Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með niðurstöður rekstursins.

8. Önnur mál.

RMH  minnti á að Blindrafélagið áformar að setja í gang vitundarátak á Facebook til að vekja athygli á alvarlegri stöðu íslenskunnar í hinu stafræna umhverfi. Hún hvatti stjórnarmenn til þátttöku

Fundi  slitið kl. 17:55

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.