Fundargerð stjórnar nr. 5 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Rósa María Hjörvar (RMH) gjaldkeri, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varamaður,  María Hauksdóttir (MH) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) meðstjórnandi, Patrekur Andrés Axelsson (PAA) varamaður,

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna. Hann gerði að tillögu sinni, sem var samþykkt, að í upphafi fundar yrði skrifað undir samstarfssamning Blindrafélagsins og Fjólu.  Formaður Fjólu, Snædís Rán Hjartardóttir var mætt til fundarins ásamt fríðu föruneyti. Í tilefni undirskriftarinnar færði Snædís Blindrafélaginu tónmöskvatæki til að setja upp í afgreiðslu skrifstofunnar.

Tillaga að dagskrá var samþykkt.

Lýst eftir öðrum málum: Engin

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 4. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum, var samþykkt án athugasemda.

4. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

       Starfsmannafund 17.  maí.

       Blindravinnustofan, aðalfundur 18. maí.

       Heimsókn til Íshesta 18. maí.

       Fyrirlestur um fjáröflun og fjármögnun félagasamtaka 20 maí.

       Tölvumiðstöð fatlaðra aðalfundur 24. maí.

       StefnuMótið 25. maí.

       Almannaheill aðalfundur 26. maí.

       Margrétarsjóður stjórnarfundur 31. maí.

       Starfsdagur starfsmanna 3. Júní.

       Samstarfssamningur við Fjólu  

       Skipan í ráð og nefndir.

       USHER koma Mattias Ehn í haust.

       Af norrænu samstarfi.

       Af vettvangi ÖBÍ.  

HSG lýsti ánægju með samstarfið við Íshesta og tóku aðrir stjórnarmenn undir það.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

       Ferðaþjónustumál.

       Húsnæðismál.

       Leiðsöguhundamál.

       Starfsdag á skrifstofu.   

       Aðalfund Almannaróms.

Umræður urðu um kröfur sem Ólafur Þór Jónsson (ÓÞJ) hefur gert um viðhald og endurbætur á herbergi 304, en hann hefur óskað eftir að taka það á leigu undir lítinn nuddstofu rekstur og skila þá rými á 1. hæð sem hann er með á leigu. Var það einróma afstaða stjórnarinnar að fara að ráðleggingum iðnaðarmanna félagsins varðandi endurbætur og hafna kröfum ÓÞJ. Það varð einróma ákvörðun stjórnarinnar að hafna því að leigja herbergi 304 undir nuddstofu til ÓÞJ og að hafa herbergið  áfram í leigu til félagsmanna. Enda myndi væntanleg húsaleiga ekki standa undir kostnaði við þær breytingar og viðhaldsframkvæmdir sem krafa er gerð um.

Umræður urðu um stöðu leiðsöguhundaverkefnisins og mikilvægi þess að taka stöðuna á því nú þegar að Drífa hundaþjálfari er hætt störfum hjá ÞÞM. Í því sambandi var bent á að þetta væri tilvalið verkefni fyrir leiðsöguhundadeildina. 

5. Bréf og erindi.  

       Tilkynning um 8 nýja félagsmenn.

       Bréf frá ÖBÍ þar sem óskað er eftir tilnefningum til hvatningaverðlauna ÖBÍ.

6. Stefnumótið.

Formaður opnaði umræðuna og greindi frá Stefnumóti félagsins sem var haldið miðvikudaginn 25 maí.  Alls komu u.þ.b. 65 manns að mótinu og þar af 45 félagsmenn sem tóku þátt í umræðunum. Lagt var upp með tvö þemu út frá spurningunum um hver við erum og hverju siðareglur eiga að breyta.  Fjallað er ítarlega um Stefnumótið í Völdum greinum og fyrstu niðurstöður frá Ildi voru líka kynntar þar. Stefnumótið var afar vel heppnað og mun skila okkur góðu efni til að vinna úr. Reiknað er með að Sigurborg frá Ildi mæti á stjórnarfund þann 28 júní og að sá fundur verði helgaður frekari úrvinnslu þessa efnis.

EL vakti máls á því hvort betur megi standa að því að kynna svona viðburði og hvernig betur megi standa að því að ná til félagsmanna á landsbyggðinni. RMH benti á að bestur árangur næðist með því að vinna í gegnum deildir félagsins. BSS hvatti til þess að þessi umræða yrði tekin fyrir sérstaklega á stjórnarfundi.

Almenn ánægja var meðal stjórnarmanna með hvernig til tókst með Stefnumótið.

7. Skipan í nefndir.

Formaður gerði grein fyrir tillögu um skipan í nefndir félagsins og sjóðina Blind börn á Íslandi og Margrétarsjóð. Tillagan, sem var samþykkt einróma var svohljóðandi:

Blind Börn á íslandi - Bryndís Snæbjörnsdóttir. 

Margrétarsjóður - Marjakaisa Matthíasson

Ferða og útivistarnefnd.   

       Sigurjón Einarsson

       Rósa Ragnarsdóttir

       Kristinn H. Einarsson

Jafnréttisnefnd.  

       Rósa Ragnarsdóttir Formaður  

       Lilja Sveinsdóttir 

       Marjakaisa Matthiasson 

       Magnús Jóel Jónsson 

       Óli Þór Jónsson

       Steinar Björgvinsson 

       Íva Marín Adrichen 

Skemmtinefnd. 

       Halldór Sævar Guðbergsson formaður.

       Oddur Stefánsson 

       Sigríður Hlín Jónsdóttir

       Dagný Kristmannsdóttir

       Helga Dögg Heimisdóttir

       Þórarinn Þórhallsson

       Hannes Axelsson

       Ragnar Þór Steingrímsson 

Tómstundanefnd. 

       Margrét Guðný Hannesdóttir, Formaður.

       Guðrún H. Skúladóttir

       Guðvarður Birgisson

       Jón Helgi Gíslason

       Dagný Kristjánsdóttir 

8. NKK ráðstefna í Finnlandi.

Formaður gerði grein fyrir að næsta NKK ráðstefna yrði haldinn í Finnlandi í september. Hann varpaði fram hugmyndum um þátttakendur frá félaginu og að Marjakaisa færi með sem aðstoðarmanneskja. Samþykkt var að SUH, RMH og Marjakaisa veldu 5 til 6 þátttakendur. 

9. Talgervilsmál.

BSS fór yfir samantekt á stöðu mála varðandi talgervlana Karl og Dóru fyrir Android stýrikerfið: Um mitt seinasta ár tilkynnir IVONA okkur að þeir væru hættir þróunarvinnu og uppfærslum sem snúa að hugbúnaðarlausnum þeirra til almennings. Þetta þýðir að þær útgáfur af IVONA Windows hugbúnaðinum, IVONA TTS þjóninum og Android hugbúnaðurinn eru þær seinustu sem IVONA mun gefa út. IVONA tók af markaði vefþuluna sína í september á seinasta ári sem varð til þess að Blindrafélagið þurfti að finna nýjan samstarfsaðila fyrir vefþulur. Nú er sú staða komin upp að IVONA mun fjarlægja íslensku röddina Dóru frá Google Play Store og mun það þýða að engin íslenskur talgervill mun finnast á Android.

Nokkrir punktar:

       Enginn íslensk kerfisrödd er til á iOS (iPhone, iPad) enda er iOS stýrikerfið ekki til á Íslensku.

       Þeir sem hafa Dóru nú þegar uppsetta í sínum Android síma munu áfram geta notað hana, þar til að stýrikerfið hættir að styðja útgáfuna eða einstaklingurinn fær sér nýjan síma.

       Engir nýir Android símar munu geta sett upp Dóru frá IVONA.

       Þeir símar sem eru endurstilltir og uppfæra í Sykurpúða útgáfu af Android (Marshmellow 6.0) munu ekki geta sett upp Dóru.

       Til eru talgervlar sem geta talað Íslensku í Google Play Store fyrir Android, en þetta eru svokallaðar vélmennaraddir sem fyrir marga getur verið erfitt að skilja, en margir blindir vilja frekar nýta þessar raddir (t.d. eSpeak).

       Sama á við Android spjaldtölvur.

Við leituðum tilboða frá aðilum til að taka að sér verkefnið að búa til nýjan hugbúnaðarpakka fyrir Android stýrikerfið.

Íslenska fyrirtækið Stokkur kom með tilboð upp á 3 milljónir króna eftir að þeir höfðu skoðað verkefnið nánar. Áætlaður afgreiðslutími var um 1 mánuður. Með því að velja Stokk yrði þessi hugbúnaðarpakki í eigu Blindrafélagsins og við gætum stýrt t.d. hvað hann myndi kosta fyrir almenning að hala niður (eða ekki kosta). Blindrafélagið myndi einnig þurfa að standa að öllum kostnaði við viðhald og uppfærslur sem myndu fylgja pakkanum, eins og t.d. uppfærslur fyrir hugbúnaðinn þegar Google uppfærir sitt stýrikerfi.

Fyrirtækið ReadSpeaker hefur einnig komið með tilboð um þróun hugbúnaðarpakka. Áætlaður kostnaður frá ReadSpeaker við þróunarvinnu er €6.500 og myndi vinnan taka um það bil 10 daga. Tilboð ReadSpeaker hljómaði þannig að ef Blindrafélagið myndi greiða 50% af þessum þróunarkostnaði þá gætu þeir hafið þessa þróunarvinnu strax. Restina af kostnaðinum myndu þeir reyna að ná til baka með almennri sölu á hugbúnaðarpakkanum á Google Play Store. Áætlaður kostnaður á talgervilspakkanum til einstaklinga í gegnum Google Play Store yrði um €8. ReadSpeaker myndi sjá um allt viðhald og uppfærslur á hugbúnaðarpakkanum þegar þörf er á og myndu þeir í raun vera eigendur á pakkanum. ReadSpeaker eru einnig opnir fyrir öðrum samningum, eins og ef t.d. Blindrafélagið vill greiða fyrir allan þróunarkostnað, væri hægt að dreifa hugbúnaðinum frítt í gegnum Google Play Store í einhvern tíma. Þeir eru tilbúnir að ræða ýmsar leiðir.

Stjórn samþykkti að fela BSS og KHE að semja við ReadSpeaker um viðhald á Android röddinni Dóru og að Blindrafélagið, í gegnum Verkefnasjóð, fjármagnaði að fullu verkefnið og væri þar af leiðandi umráðaaðili og eigandi raddarinnar. Röddin yrði í boði á Play Store endurgjaldslaust.

10. Fundur fólksins

KHE gerði grein fyrir Fundi fólksins og þeim möguleikum sem hann felur í sér fyrir Blindrafélagið. SUH, KHE og RMH var falið að undirbúa þátttöku og setja saman vinnuhóp um málið.

11. Mál í umræðuferli frá fyrri fundum.

Móttaka flóttamanna /félagsmenn.

Jafningjastuðningur og trúnaðarmannakerfið.

12. Önnur mál.

Fundi slitið kl. 18:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.