Fundargerð stjórnar nr. 4 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SH) gjaldkeri, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Fjarverandi: Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður. 

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum:  LS

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 3. fundar sem send hafði verið stjórnamönnum var samþykkt með smávægilegum viðbótum frá SUH.

3. Skýrslur.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

        Samstarfsráð um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki.         

        Upplýsingafundir í  framhaldi af ráðstefnunni „Er leiðin greið“

        Samstarf við Lionshreyfinguna.

        Af vettvangi EBU.      

        Af norrænu samstarfi.

        Af vettvangi ÖBÍ.                  

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

        Rekstraryfirlit.

        Starfsmannamál.

        Fjáraflanir.

        Húsnæðismál.

        Útsending Valdra greina.

        Smíði nýrrar heimasíðu.

        Ráðstefna Blindrafélagsins um rafræna þjónustu og upplýsingaaðgengi.

        Íslensk máltækni.

        Erlend verkefni framkvæmdastjóra.

        Helgarbúðir fyrir blind og sjónskert ungmenni.

        Visal námskeið.

4.       Inntaka nýrra félaga

Tilkynning frá skrifstofu um 3 nýja félaga í júní og 5 nýja félaga í júlí. Nöfn þeirra voru lesin upp og samþykkti stjórn inngöngu þeirra.

5. Bréf og erindi.
6. Rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins.

KHE  kynnti helstu tölur úr rekstraryfirliti fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Rekstur Blindrafélagsins fyrstu 6 mánuði ársins gekk mjög vel.

Heildartekjur á tímabilinu voru 119 mkr. Sem er 9% yfir áætlun. Þessi aukning skýrist að mestu leiti af góðum árangri í fjáröflunum félagsins, en þær eru að skila um 8 mkr. meira en áætlun gerði ráð fyrir sem er 13% aukning.
Rekstrargjöld á tímabilinu voru 115,7 mkr. sem er 7,6 mkr. (7%)  hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Aukinn kostnaður vegna fjáraflanna er 6,5 mkr.
Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnskostnað (EBIDTA) er jákvæð uppá 7,1 mkr. sem er 2,6 mkr. (58%) betri afkoma en áætlun gerði ráð fyrir.
Hagnaður af reglulegri starfsemi er 2,3 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir tapi uppá 560 þar.

Almenn ánægja var meðal stjórna með niðurstöður rekstursins og voru starfsfólki færðar kærar þakkir fyrir.

7. Viðhaldsframkvæmdir.

SUH gerði tillög um að Blindrafélagið fengi VSÍ verkfræðistofu, sem vann viðhaldsúttektina á Hamrahlíð 17, til að útbúa útboðsgögn fyrir viðhaldsframkvæmdir á Hamrahlíð 17 sem stefnt yrði að bjóða út á næstu mánuðum með það í huga að framkvæmdir gætu hafist sumarið 2018. Var tillagan samþykkt samhljóða.

8. Starfsáætlun stjórnar.

SUH lagði fram eftirfarandi tillögu að starfsáætlun stjórnar fyrir tímabilið ágúst til september:

Ágúst
23. ágúst. Stjórnarfundur nr 4.

September
8 -9. september.   Fundur fólksins Akureyri.
11. september.   Stjórnarfundur nr. 5
12. september.   Kl. 9 - 12:10 - Aðgengisráðstefna Bf. um rafræna þjónustu og upplýsingaaðgengi.
14-17. september.   RP-Norden Finnlandi.
23. september.   Vinnudagur stjórnar (Stefnumótun - SVÓT).
27. september.   Hádegisspjall.
29. september.   Samstarfsfundur stjórnar, deilda og nefnda.

Október.
3. október.   Stjórnarfundur nr. 6.
4-6 október.   EBU námsstefna um herferðir t.d. fjáraflanir, haldin í París (KHE).
7-8 október.   NSK/NKK/NUK í Danmörku Fuglesang.
9-12 október.   UNK ráðstefna Danmörk Fuglesang.  
12. október.   Alþjóðlegi sjónverndardagurinn (annan fimmtudag ár hvert).
15. október.   Dagur hvíta stafsins.
18. október.   Stjórnarfundur nr. 7.
20. október.   16-20:00  Aðalfundur ÖBÍ.
21 október.   10:00 – 17:00 Aðalfundur ÖBÍ.
26. október.   Hádegisspjall.

Nóvember
2. 9. eða 16 nóvember.   Félagsfundur.
8. nóvember.   Stjórnarfundur nr. 9.
29. nóvember.   Stjórnarfundur nr. 10.
30. nóvember.   Hádegisspjall.

Desember

7. desember.   Hádegisspjall.

13. desember.   Stjórnarfundur nr. 11.

8. Fundarsköp fyrir Blindrafélagið.

SUH lagði til að unnið yrði að því að semja fundarsköp fyrir Blindrafélagið í þeim tilgangi að eyða óvissu varðandi stjórnun að og félagsfunda. Samþykkt var að fela SUH og KHE að gera drög að fundarsköpum og leggja fyrir stjórn.

9. Aðalfundur ÖBÍ. 

ÖBÍ hefur boðað til aðalfundar bandalagsins 20 og 21 október næstkomandi. Aðildarfélag á rétt á að senda 2-6 fulltrúa á aðalfund í samræmi við 10. gr. laga ÖBÍ. Fjöldi fulltrúa hvers aðildarfélags ræðst af eftirfarandi:

Félag með hundrað fullgilda félaga eða færri fær tvo fulltrúa.

Félag með 101 til 1000 fullgilda félaga fær þrjá fulltrúa.

Félag með 1001 til 2000 fullgilda félaga fær fjóra fulltrúa.

Félag með 2001 til 3000 fullgilda félaga fær fimm fulltrúa.

Félag með 3001 og fleiri fullgilda félaga fær sex fulltrúa.

Stjórn ákvað að skipa 6 aðalfulltrúa með vísan til þess að bakhjarlar Blindrafélagsins væru um 6000 og að viðbættum aðalfélögum, sem eru um 680, þá ætti félagið rétt á að skipa 6 aðalfulltrúa. SUH, LS og Halldór Sævar verða aðalfulltrúar og var SUH og LS falið að fylla upp í töluna.

10. Fundur fólksins.

SUH gerði grein fyrir hugmyndum um að Blindrafélagið myndi nota fund fólksins, sem verður á Akureyri í byrjun september til að kynna vefvarpið, leiðsöguhunda, sjónhermigleraugu og jafnvel að gula Hof þar sem að fundurinn verður haldinn. Var framkvæmdastjóra, skrifstofu og norðurlandsdeild falið að hafa umsjón með verkefninu.

11. Önnur mál.

Fundi slitið kl 17:15

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.