Fundargerð stjórnar nr. 7 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður.  Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður sem var símatengdur frá Þýskalandi og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi:

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Fyrst voru teknir fyrir dagskrárliðir númer 5 og 6, Hjalti mætti að lokinni kynningu á frambjóðendum til formanns ÖBÍ kl 17:48.

Lýst eftir öðrum málum:

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 6. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum var samþykkt með smávægilegum lagfæringum frá SUH.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns  var fjallað um:

  • Dagur Hvíta stafsins 15. október.
  • Viðeigandi aðlögun að vinnumarkaði og starfsgetumat, málþing 13. október.
  • Undirbúningur vegna komu Gerard Quinn til íslands.  Fyrirlestur um SRFF í hátíðarsal H.Í og fundur með samtökum fatlaðra í Hamrahlíðinni 31. október.
  • Þjónusta við nýbúa.
  • Þingkosningar og kjörgögn á punktaletri.
  • Hádegisspjall 26. október.
  • Samstarf við Lions um endurnýjun tækja á Miðstöðinni.
  • NSK og NKK fundur 7. til 8. september.
  • Ráðstefna norrænu blindrasamtakanna (UNK).
  • Ráðstefna um punktaletur.
  • Af vettvangi ÖBÍ.  

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Starfsmannamál.
  • Fjáraflanir.
  • Umsóknir um styrki úr Stuðningi til sjálfstæðis.
  • Fréttatilkynningar.
  • Nýr forstjóri Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar.
  • Ný heimasíða Blindrafélagsins.
  • Tölvunámskeið.
4. Inntaka nýrra félaga.

Engin tilkynning um nýja félaga lá fyrir.

5. Frambjóðendur til formanns ÖBÍ.

Þeim fulltrúum Blindrafélagsins á aðalfundi ÖBÍ sem ekki sitja í stjórn félagsins, var boðið að sitja fundinn undir þessum lið sem og næsta dagskrárlið. Þeir sem sátu fundinn voru: Baldur Snær Sigurðsson, Eyþór Kamban Þrastarson, Halldór Sævar Sigurðsson og Rósa María Hjörvar.

Þeim tveim frambjóðendum til embættis ÖBÍ, Einari Þór Jónssyni frá HIV samtökunum og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur frá Sjálfsbjörg, var boðið á fundinni til að kynna sig og áherslumál sín. Einar og Harpa fóru yfir áherslumál sín og spurðu fundamenn þau á hvað þau myndu leggja áherslu á næðu þau kjöri.

6. Aðalfundur ÖBÍ.

SUH fór yfir meginatriði í dagskrá aðalfundar ÖBÍ og þær kosningar sem fram fara á fundinum þar á meðal framboð Rósu Maríu Hjörvar til formanns kjarahóps ÖBÍ. Halldór Sævar gerði svo grein fyrir ýmsum öðrum atriðum sem snúa að framkvæmd aðalfundarins.

Samþykkt var að fulltrúar Blindrafélagsins myndu styðja Rósu Maríu Hjörvar til embættis formanns kjarahóps.

7. Félagsfundur í nóvember.

SUH gerði tillögu um félagsfund 9. nóvember kl 17:00. Tillaga að dagskráatriðum er að fá Sr. Gunnar R. Matthíasson formann fagráðs Blindrafélagsins til að skýra frá starfi ráðsins og Björn Gústafsson verkfræðing til að kynna fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir á Hamrahlíð 17.

Samþykkt var að boða félagsfund 9. nóvember

8. Önnur mál.

Fundi slitið kl 18:36.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.