Fundargerð stjórnar nr. 11 2018-2019

Fundargerð 11. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2018 – 2019, haldinn miðvikudaginn 9. janúar kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri.

Fjarverandi:. Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður

1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður (SUH) setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.
SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum: SUH:NSK og NKK fundir í mars.

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 10. fundar, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt með smávægilegum athugasemdum frá SUH.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

 • Alþjóðadagur punktaletursins 4. janúar.
 • Málstofa um punktaletur 17. janúar.
 • Samráðsfundur stjórnar, deilda og nefnda 18. janúar.
 • Stefnumót kynslóðanna 18. og 19. janúar.
 • Heimsókn formanns ÖBÍ.
 • Vinnustofa um SRFF 17. og 18. janúar.
 • NSK og NKK fundir í mars.
 • UNK ráðstefna 2019 - undirbúningur.
 • Fundur með Hreyfli.
 • Húsnæðismál ÞÞM.
 • Erlent og innlent samstarf, mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

 • Rekstraráætlun 2019.
 • Framkvæmdir og húsnæðismál.
 • Fjáraflanir.
 • Starfsmannamál.
 • Hinir ýmsu samningar Blindrafélagsins.
 • Sjóntrygging bakhjarla Blindrafélagsins.

Erindi: Engin erindi.

4. Inntaka nýrra félaga.

Fyrir lágu 8 umsóknir um félagsaðild, 5 KVK og 3 KK. Tvær umsóknir voru um foreldraaðild. Stjórnin samþykkti allar umsóknirnar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.

5. Rekstraráætlun 2019.

KHE kynnti drög að rekstraráætlun fyrir árið 2019. Áætlunin hafði verið send stjórnarmönnum brotin niður á ársfjórðunga og bókhaldslykla og samandregin. Áætlunin var lögð fram og kynnt lauslega. Á næsta fundi verður áætlunin svo tekinn til frekari umræðu og afgreiðslu.
Helstu stærðir í rekstraráætlun Blindrafélagsins fyrir árið 2019 eru eftirfarandi:

REKSTRARTEKJUR í þús. kr.: 237.754.000 kr.
SELDAR VÖRUR OG ÞJÓNUSTA: 26.804.000 kr.
FJÁRAFLANIR: 128.600.000 kr.
LEIGUTEKJUR: 58.150.000 kr.
STYRKIR OG ÞJÓNUSTUSAMNINGAR: 17.200.000 kr.
AÐRAR TEKJUR: 7.000.000 kr.

REKSTRARGJÖLD: 229.082.000 kr.
VÖRUNOTKUN: 8.000.000 kr.
LAUN OG LAUNATENGD GJÖLD: 97.600.000 kr.
HÚSNÆÐISKOSTNAÐUR: 14.900.000 kr.
SKRIFSTOFU- OG STJÓRNUNARK.: 28.993.000 kr.
FÉLAGSMÁL OG MÖTUNEYTI: 21.115.000 kr.
KOSTNAÐUR VEGNA FJÁRAFLANA: 46.500.000 kr.
ANNAR REKSTRARKOSTNAÐUR: 1.974.000 kr.
AFSKRIFTIR: 10.000.000 kr.

Hagnaður (tap) án fjármagnsliða 8.672.000 kr.

6. Samráðsfundur 18 janúar 2019.

SUH kynnti áform um breytt fyrirkomulag samráðsfundarins þar sem gert er ráð fyrir aukinni þátttöku Ungblindar með kynningu á Erasmus verkefninu „Stefnumót kynslóðanna“. Minni tími mun þá fara í kynningar á viðburðum framundan.

7. Tölvunámskeið.

SUH kynnti hugmynd um að efna til tölvunámskeiðs fyrir félagsmenn Blindrafélagsins þar sem ekki væri eingöngu hugað að þeim sem eru byrjendur heldur verði einnig boðið upp á námskeið fyrir lengra komna. Það mætti til dæmis huga að kennslu á skjálesarabúnað og annan hjálparbúnað.

Samþykkt var að kanna undirtektir við mismunandi námskeiðum meðal félagsmanna og var skrifstofunni falið að útfæra hugmyndina.

8. NSK og NKK fundir.

NSK og NKK fundir verða í Osló í byrjun mars mánaðar. SUH og Kaisa munu sækja NSK fundinn og LS og RR munu sækja NKK fundinn.

9. Önnur mál.

HS kynnti verkefni Ungblindar „Stefnumót kynslóðanna“ og fyrirhugaðan stjórnarfund 19. janúar sem að fulltrúar Ungblindar mæta á til að taka þátt í umræðum.

Fundi slitið kl 18:15.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.