Fundargerð stjórnar nr. 8 2018-2019

Fundargerð 8. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2018 – 2019, haldinn miðvikudaginn 7. nóvember kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (S.U.H.) formaður, Lilja Sveinsdóttir (L.S.) varaformaður, Eyþór Kamban Þrastarson (E.K.Þ.) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (R.Ó.G.) meðstjórnandi, Rósa Ragnarsdóttir (R.R.) varamaður, Dagný Kristmannsdóttir (D.K.) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (Þ.Þ.) varamaður var í símanum og Kristinn Halldór Einarsson (K.H.E.) framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi: Hjalti Sigurðsson (H.S.) ritari og Guðmundur Rafn Bjarnason (G.R.B.) varamaður.

1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður (S.U.H.) setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.
S.U.H. bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum:
E.K.Þ. – Viðurkenningar.

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 7. fundar, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

 • Fund með punktaletursnefnd.
 • R.I.W.C. 2020 - fundur vísindanefndar 2. nóvember.
 • Sjóðinn Blind börn á Íslandi, haustúthlutun 2018.
 • Samstarfssamning sjóðsins Blind börn á Íslandi við L‘Occitane.
 • Kynningu á tækjum frá Low Vision.
 • Fund Reykjavíkurborgar um notendasamráð með fötluðu fólki 29 október.
 • Skuggaskýrslu um innleiðingu SRFF.
 • NSK fund 22.-23. október.
 • NKK fund og ráðstefnu í Malmö 18-21 október.
 • Kveðjuhóf fyrir Kristínu Gunnarsdóttur 19. október.
 • Erlent og innlent samstarf, mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

 • Rekstrarafkomu Blindravinnustofunnar fyrstu 9 mánuði ársins.
 • Framkvæmdir og húsnæðismál.
 • Fjáraflanir.
 • Leiðsöguhundaverkefnið.
 • Kvörtun yfir óaðgengilegu formi á texta við birtingu dóma Landsréttar á vefsvæði réttarins.
 • R.I.W.C. 2020 – Fyrsti fundur vísindanefndar.
 • Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum.
 • Sjóntrygging.
 • Lausa íbúð í Hamrahlíð 17.

Erindi: Eftirfarandi erindi voru send stjórnarmeðlimum.
Skýrsla frá NSK fundi frá S.U.H..
Sexual assaults in individuals with visual impairment: A cross-sectional study of a Norwegian sample

4. Inntaka nýrra félaga.

Fyrir lágu umsóknir frá 11 einstaklingum þar af eru 4 sjónskertir, 6 lögblindir og ein foreldraaðild. Voru allar umsóknirnar samþykktar með hefðbundnum fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.

5. Framkvæmdir Hamrahlíð 17

K.H.E. gerði grein fyrir uppgjöri sem fyrir liggur frá VSB verkfræðistofu: 

Heildar kostnaður það sem af er árinu er 47,1 m.kr og skiptist með eftirfarandi hætti:
Kostnaður við úttekt, gerð áætlunar og útboðslýsingar og eftirlit er: 4,3 m.kr.
Kostnaður vegna vinnu Verkfars: 40,7 m.kr.
Önnur verktakavinna: 2,1 m.kr.

Sá hluti verksins sem féll innan útboðsins var 9% umfram kostnaðaráætlun, tilboð og verksamning, og skýrist það af samþykktum aukaverkum sem að ekki voru skilgreind í útboðslýsingu og að áætlaðar magntölum, eins og til dæmis í steypuviðgerðum, reyndust vera of lágar.

Verktakinn á eftir að fá greiddar 3.656.252 krónur.

S.U.H. og K.H.E. fengu umboð stjórnar til að fara í viðræður um að vinna áfanga tvö og þrjú í einu lagi og eins að semja um framkvæmdina að fenginni ráðgjöf frá ráðgjöfum félagsins. Niðurstöður verði lagðar fyrir stjórn til afgreiðslu.

6. Félagsfundur 21. nóvember.

S.U.H. gerði að tillögu sinni að dagskrá félagsfundarins verði eftirfarandi:

 • Fundarsetning.
 • Kynning fundamanna.
 • Afgreiðsla fundargerðar seinasta félagsfundar.
 • Afhending leiðsöguhunda.
 • Kynning á bráðabirgða niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup um húsnæðismál.
 • Önnur mál.

S.U.H. var falið að finna fundarstjóra og ganga frá nánari skipulagningu dagskrárinnar. Gísli Helgason hefur fallist á að verða fundarritari.

7. Aðgengismál.

S.U.H. kynnti hugmynd um að ráða starfsmann í hálft starf til reynslu sem aðgengisfulltrúa og sölumann á aðgengislausnum. Um væri að ræða starfsmann sem að myndi vinna samhliða að rafrænu- og ferilfræðilegu aðgengi. Jafnhliða því að koma með ábendingar um bætt aðgengi, þá myndi aðgengisfulltrúinn kynna Handi vörurnar sem og aðrar lausnir sem að bæta aðgengi blindra og sjónskertra.

Í stefnumótun Blindrafélagsins segir í starfsmarkmiði B-5: Vinna að bættu ferilfræðilegu aðgengi blindra og sjónskertra gangandi vegfarenda.

Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að auglýsa eftir og ráða aðgengisfulltrúa og sölumann á aðgengislausnum í tilraunaskyni í 6 mánuði í 50% starf.

8. Önnur mál.

E.K.Þ. vakti máls á hvort að þörf væri á að Blindrafélagið veitti viðurkenningar til aðila sem staðið hafi sig vel í málum sem að skipta hagsmuni blindra og sjónskertra máli. Rætt var um veitingu Gulllampans og samfélagslampans í þessu samhengi.

Fundi slitið kl 18:30.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.