Fundargerð stjórnar nr. 5. 2018-2019

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari,  Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður (símasambandi),Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi: Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,

1.       Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum.

2.       Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 4. fundar, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Fundur vegna Skuggaskýrslu um innleiðingu SSRFF.
  • Samráðsfundur norrænu RP félaganna 21-24. ágúst.
  • Málþing um akstursþjónustu fatlaðs fólks 27. ágúst.
  • Könnun „MeToo og hvað svo og húsnæðisaðstæður félagsmanna“.
  • Afmælisnefnd 80 ára afmæli Blindrafélagsins.
  • Ferðafrelsi leiðsöguhunda.
  • Punktaletursverkefnið.
  • Erlent og innlent samstarf, mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Framkvæmdir utan húss.
  • Fjáraflanir.
  • Leiðsöguhundaverkefnið.
  • Blindravinnustofan.
  • Handy – Friendly aðgengislausnir.
  • Norrænn RP fundur og NOK 2018.        

Erindi:
RP norden minnispunktar lagt fram af SUH til upplýsingar fyrir stjórn. .

4.       Inntaka nýrra félaga.

SUH las upp nöfn 7 einstaklingum um félagsaðild. Var félagsaðild þeirra samþykkt með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.

5.       Skipan í tómstundanefnd Blindrafélagsins.

SUH gerði tillögu um eftirtalda í tómstundanefnd:
Kaisu Hynninen formaður, Ragnheiður Sveinsdóttir, Eyþór Kamban Þrastarson og Elma Finnbogadóttir. Var tillagan samþykkt samhljóða.

6.       Persónuverndaryfirlýsing Blindrafélagsins.

SUH kynnti og bar upp til afgreiðslu tillögu að eftirfarandi persónuverndaryfirlýsingu Blindrafélagsins, sem send var stjórnarmönnum í fundargögnum fyrir bæði fjórða fund sem og þennan fund.

„Persónuverndaryfirlýsing Blindrafélagsins.

Við starfsemi Blindrafélagsins  (Kt. 470169-2149, Hamrahlíð 17,. 105 Reykjavík) safnast óhjákvæmilega ýmsar persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að félagið geti gegnt hlutverki sínu.  Persónuupplýsingar sem Blindrafélagið vinnur með geta varðað félagsmenn, viðskiptavini, samstarfsaðila, starfsfólk og aðra sem Blindrafélagið á í samskiptum við. Okkur er umhugað um réttindi einstaklinga og verndum þær upplýsingar sem okkur er trúað fyrir.

Þessi persónuverndaryfirlýsing Blindrafélagsins greinir frá því hvernig félagið vinnur með persónulegar upplýsingar sem okkur er trúað fyrir og falla undir gildandi lög um persónuvernd.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna félagsaðildar, viðskipta, fyrirspurna, beiðna eða umsókna, þar sem þarf að skrá nafn, kennitölu, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Blindrafélagið sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum til þriðja aðila, án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Undantekningar frá þessu geta falist í styrkumsóknum þar sem gert er ráð fyrir að með umsókn um styrki úr sjóðum félagsins þá heimili umsækjandi að upplýsingar um styrkþega og veitta styrki séu gerðar opinberar.  Í því sambandi er umsækjendum  bent á að kynna sér reglur sem gilda um styrkúthlutanir og almenna upplýsingagjöf þar um.

Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem einstaklingur lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef einstaklingur óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Blindrafélagsins í tölvupósti á blind@blind.is.

Óski félag í Blindrafélaginu eftir að öllum upplýsingum um hann verði eytt út úr félagaskrá Blindrafélagsins jafngildir það úrsögn úr félaginu.

Vefsíða félagsins notar vafrakökur og er hýst hjá Stefnu ehf. Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu. Þessi síða notar einnig vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla, sjá nánar í vafrakökustefnu Stefnu og vafrakökustefnu Blindrafélagsins.

Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar fyrir tölfræðilegar upplýsingar og deilingu á samfélagsmiðlum eru Google Analytics, Facebook og Stefna ehf..“

Persónuverndarstefnan var samþykkt samhljóða af stjórn.

7.       Stefnumótun Blindrafélagsins

SUH kynnti uppfærða stefnumótunarskýrslu Blindrafélagsins þar sem að ýmsar tölulegar upplýsingar hafa verið uppfærðar og niðurstöður seinustu skoðanakannana Gallups fyrir félagið hafa verið settar inn. Farið var yfir fyrri hluta skýrslunnar og ákveðið að hafa sérstakan vinnufund til að fara yfir sóknaráætlunina.

8.       Dagur Hvíta stafsins.

SUH varpaði því fram hvað væri rétt á að stefna að því að gera á Alþjóðlegum sjónverndardegi 11. október og Degi Hvíta stafsins þann 15. október næst komandi. Þó nokkrar umræður sköpuðust um mikilvægi þess að fleiri blindir og sjónskertir einstaklingar notuðu Hvíta stafinn.

Ákveðið var að efna til fræðslufundar um AMD á alþjóðlegum sjónverndardegi og samtalsfund og Hvíta stafsgöngu þann 15. október.

9. Önnur mál.

Engin.

Fundi slitið kl 18:50.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.