Fundargerð stjórnar nr. 6 2018-2019

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari,  Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri. 

Gestir fundarins vegna umfjöllunar um aðalfund ÖBÍ voru Baldur Snær Sigurðsson og Halldór Sævar Guðbergsson.

Fjarverandi: Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður.

1.       Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum:
EKÞ, LS og HS.

2.       Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 5. fundar, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða með smávægilegum viðbótum frá SUH.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Alþjóðadag sjónhimnunnar (International Retina day).
  • Hádegisspjall um punktaleturnótur 26 september.
  • Afmælisnefnd – fundur með Reykjavíkurborg.
  • Fundur aðildarfélaga að Stuðningsnetinu.      
  • Samráðsfundur stjórnar, nefnda og deilda Blindrafélagsins.
  • Fundur í undirbúningsnefnd RIWC2020.        
  • Formannafundur ÖBÍ.     
  • Fundur með 67+ nefndinni.       
  • Starfsmannafundur Blindrafélagsins.   
  • Starfsfundur stjórnar – stefnumótun.   
  • Ferðafrelsi leiðsöguhunda - áhættumat.        
  • Könnun á tíðni neikvæðra samskipta og húsnæðisaðstæður félagsmanna.
  • Punktaletursverkefnið.    
  • Erlent og innlent samstarf, mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Viðhaldsframkvæmdir utanhúss á H-17.
  • Sóknaráætlun í stefnumótun félagsins.
  • Fjáraflanir.   
  • Leiðsöguhundaverkefnið. 
  • Vegvísir Blindrafélagsins (Kynning á starfsemi félagsins fyrir nýja félaga).
  • 80 ára afmæli Blindrafélagsins.   
  • Styrktarsjóðina  Stuðningur til sjálfstæðis og Blind börn.

Samþykkt var að veita framkvæmdastjóra heimild til að semja um málun innanhúss að því gefnu að skaplegt tilboð fáist.

Erindi:
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Samþykkt var að fela SUH og KHE að senda jákvæða umsögn ásamt ályktun aðalfundar Blindrafélagsins sem fjallaði einmitt um lögfestingu samningsins..

4.       Inntaka nýrra félaga.

Engar umsóknir lágu fyrir.

5.       Aðalfundur ÖBÍ.

SUH bauð BSS og HSG, sem eru meðal fulltrúa félagsins á aðalfund ÖBÍ, velkomna á fund stjórnarinnar. Hann bauð svo Halldóri Sævari varaformanni ÖBÍ og frambjóðenda til varaformanns ÖBÍ að fara yfir það helsta sem verður til umfjöllunar á aðalfundinum. Farið var yfir framboð til embætta sem kosið verður í á fundinum. Einnig var farið yfir tillögur að lagabreytingum sem fyrir fundinum liggja.

6.       Sóknaráætlun Blindrafélagsins.

SUH bar undir stjórn uppfærða sóknaráætlun sem tilheyrir stefnumótun félagsins. Sóknaráætlunin hafði verið rædd og uppfærð á vinnufundi stjórnar 12.09.2018. Uppfærð áætlun hafði verði send stjórnarmönnum fyrir fundinn. Stjórn samþykkti áætlunina samhljóða og fól SUH og KHE að útbúa stefnumótunarskýrsluna til birtingar.

7. Önnur mál.

EKÞ vakti athygli á því að þörf væri á að bjóða uppá íslenskunám blinda og sjónskerta einstaklinga sem ekki eiga íslensku að móðurmáli og eru búsettir hér á landi. Að tillögu SUH var samþykkt að leita upplýsinga hjá ÞÞM um hversu margir eru á skrá hjá ÞÞM sem hafa þörf fyrir svona námskeið.

LS Gerði grein fyrir því að til stæði að útvíkka hlutverk Ferlinefndar Reykjavíkur þannig að undir nefndina myndi framvegis heyra stafrænt aðgengi.

HS vakti máls á hvort og þá hvenær ætti að halda jólahlaðborð fyrir stjórn og starfsfólk. Niðurstaða umræðunnar var að ræða við starfsfólk um hvort áhugi væri á að fara á jólahlaðborð á Hótel Stykkishólmi 24.11.

Fundi slitið kl 18:40.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.