Fundargerð stjórnar nr. 11 2019-2020

Fundargerð 11. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 29. janúar kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, tekur sæti HÞA sem aðalmaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson.

 

1.     Fundarsetning

SUH setti fundinn og bar upp tillögu um dagskrá sem send hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn. Aðalmál fundarins er umfjöllun um sóknaráætlun Blindrafélagsins sem er partur af stefnumótunarskýrslunni.

Önnur mál: Engin boðuð.

 

2.     Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerðir 10. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum daginn eftir seinasta fund, var samþykkt samhljóða.

 

3       Skoðanakannanir.

Málinu frestað.

 

4  Félagsfundur.

SUH gerði tillögu um að næsti félagsfundur yrði haldinn miðvikudaginn 19. febrúar kl 17:00. VR tillagan samþykkt. Jafnframt var samþykkt að taka fyrir á fundinum að kynna RIWC2020 ráðstefnuna og leigubílafrumvarpið og hugsanleg áhrif þess á ferðaþjónustu Blindrafélagsins.

 

5   Aðalfundur WBU.

SUH gerði grein fyrir því að aðalfundur WBU verði haldinn í júní í Madrid. SUH gerði að tillögu sinni að eftirtaldir færu á þingið:
Sigþór, Lilja og Eyþór. SUH skoða hvort að einhverjum verði bætt við til að taka þátt í ICEVE ráðstefnuna sem haldin er á sama tíma og stað.

 

5   Sóknaráætlun.

Farið var yfir eftirtalda liði í sóknaráætlun stefnumótunarinnar:

a)       Stuðningur til sjálfstæðis

b)       Traust réttinda- og hagsmunagæsla

c)       Uppbyggilegt fræðslustarf

d)       Öflugt félagsstarf

e)       Góð þjónusta

 

Fundi slitið kl. 19:30.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.