Fundargerð stjórnar nr. 24 2019-2020

Fundargerð 24.  stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn fimmtudaginn 15. október kl. 15:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB), Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson (HÞA).

Á dagskrá var til afgreiðslu tillögur sem stjórn leggur fyrir aðalfund.

SUH bar upp eftirfarandi tillögur til að leggja fyrir aðalfund Blindrafélagsins:
Í Kjörnefnd verði gerð tillaga um óbreytta skipan:
Bessi Gíslason.
Brynja Arthursdóttir.
Sigtryggur R Eyþórsson.
Harpa Völundardóttir varamaður.

Að árstillag félagsmanna verði 4000 krónur fyrir sem er óbreytt.

Að þóknun til stjórnarmanna verði óbreytt, 7500 krónur á fund.

Voru allar tillögurnar samþykktar samhljóða.

Fundi slitið kl 17:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.