Fundargerð stjórnar nr. 22 2019-2020

Fundargerð 22. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 17. september kl. 14:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson (HÞA).

Fundurinn fór fram í gegnum Teams fjarfundarbúnað.

1.     Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

2.     Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 21. fundar, sem send var stjórnarmönnum strax eftir fundinn var samþykkt samhljóða.

3.     Lýst eftir öðrum málum.

Engin boðuð.

4.     Aðalfundur Blindrafélagsins.

SUH fór ítarlega yfir stöðu mála sem snúa að boðun aðalfundar Blindrafélagsins í samhengi við Covid-19 faraldurinn og gildandi sóttvarnareglur. Sjá skýrslu formanns fyrir fundinn.
Vegna Covid-19 faraldursins og þeirra hamlanna sem gildandi sóttvarnarreglur hafa fært með sér, verður aðalfundur Blindrafélagsins haldinn á óhefðbundnum tíma, auk þess sem fundurinn mun um margt verða frábrugðinn fyrri aðalfundum.
SUH kynnti hugmyndir um að hægt verði að taka þátt í fundinum með hefðbundnum hætti og mæta á fundarstað eða taka þátt í gegnum Zoom fjarfundarbúnaðinn. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum beina útsendingu í Vefvarpi Blindrafélagsins.
Þeir sem ætla að taka þátt í aðalfundinum, hvort sem er með því að mæta eða vera með í gegnum Zoom fjarfundarbúnaðinn, þurfa að skrá þátttöku sína. Í skráningu þarf að koma fram hvort viðkomandi ætli að mæta á fundarstað eða vera með í gegnum Zoom. Skráning á aðalfundinn hefst 6. Október. Skráningin á fundinn getur farið fram í gegnum síma, tölvupóst og heimasíðu félagsins.

 

SUH kynnti einnig drög að reglum um kjör til stjórnar Blindrafélagsins. Í þeim var gert ráð fyrir að félagsmenn geta greitt atkvæði með eftirfarandi hætti:

a)  Í rafrænni kosningu í aðgengilegu og öruggu kosningakerfi.

b)  Á aðalfundi félagsins.

c)  Utan kjörfundar á skrifstofu Blindrafélagsins, með eða án aðstoðar.

d)  Utan kjörfundar í póstkosningu.

SUH gerði að tillögu sinni að drögin yrðu samþykkt með þeirri breytingu að möguleikinn til að kjósa í gegnum póstkosningar yrði felldur út. Var tillagan samþykkt samhljóða.

SUH lagði svo til að aðalfundur Blindrafélagsins yrði haldinn 17. október  kl. 13:00 í Hamrahlíð 17. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Sjá reglurnar í heild sinni í fundargögnum.

5.     Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 15:00.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.