Fundargerð stjórnar nr. 13 2021-2022

Fundargerð 13. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 16:00.    

Stjórn og framkvæmdastjóri:   

Sigór U.Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður. Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður.    
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,   

Forföll: KH 

Fundarsetning  

SUH setti fundinn, sem haldinn var á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.    

Afgreiðsla seinustu fundargerðar. 

Fundargerð 12. fundar sem legið hefur frammi á Teams svæði stjórnar, var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænna undirritunar.  

Lýst eftir öðrum málum.  

Engin önnur mál boðuð.  

Skýrslur, bréf og erindi.  

Í skýrslu formanns var fjallað um:  

  • Aðalfundur 2022 
  • UNK ráðstefnan NSK fundur í ágúst.  
  • Styrkir ÖBÍ til aðildarfélaga 
  • Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar 
  • Viðauki. UNK – DRAFT programme UNK conference 

Ársreikningar Blindrafélagsins 2021 

Endurskoðandi félagsins kynnti drög að ársreikningum Blindrafélagsins fyrir árið 2021 á síðasta stjórnarfundi og svaraði spurningum stjórnarmanna. Í framhaldinu hefur stjórn haft þá til ítarlegri skoðunar og gefist tóm til að koma á framfæri fyrirspurnum til endurskoðandans.   

Ársreikningar Blindrafélagsins fyrir árið 2021 bornir upp til samþykktar og samþykktur samhljóða  

Aðalfundur 2022.  

Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. maí og hefst klukkan 13:00 í Hamrahlíð 17 og á Zoom.  Kosning hefst fimmtudaginn 19 maí og lýkur á aðalfundinum. Undirbúningur er í góðum höndum á skrifstofunni og niðurröðun verkefna á starfsmenn við undirbúning og á fundinum sjálfum orðin fullmótuð. 

Kosið til formanns ásamt stöður tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn.   

Eftirtaldir hafa gefið kost á sér: 
Framboð til formanns: Sigþór U. Hallfreðsson. 

Frambjóðendur til tveggja aðal stjórnarmanna og tveggja varamanna: 
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, 
Dagný Kristmannsdóttir, 
Rósa María Hjörvar, 
Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 
Þórarinn Þórhallsson. 

SUH gerði tillögu um eftirtalda starfsmenn fundarins:  

  • Fundarstjóri: Jón Þór Víglundsson 
  • Fundarritari: Marjakaisa Matthíasson   

SUH gerði tillögu um að stjórn leggi eftirfarandi til við aðalfundinn. 

Kosning tveggja skoðunarmanna til tveggja ára, núverandi skoðunarmenn gefa báðir kost á sér áfram.  Tillaga um aðalmenn: Jón Heiðar Daðason og Hjörtur Heiðar Jónsson.  

Kosning í kjörnefnd. Allir í kjörnefnd gefa kost á sér aftur þ.a.l tillaga um óbreytta skipan:  

  • Aðalmenn: Bessi Gíslason, Brynja Arthúrsdóttir og Sigtryggur Rósmar Eyþórsson.  
  • Varamaður: Harpa Völundardóttir.  

Tillaga um óbreytt árstillag félagsmanna 4.000 krónur með gjalddag í febrúar. 

Tillaga um óbreytt stjórnarlaun, 9.000 krónur fyrir hvern fund og undirbúning hans. 

Voru þessar tillögur samþykktar.  

UNK ráðstefnan og NSK fundur í ágúst.  

SUH gerði grein fyrir dagskrá komandi UNK ráðstefnunni.  

Fyrirlesarar á okkar vegum verða Þorkell J Steindal tilnefndur af Sjónstöðinni og Dagbjört Andrésdóttir um CVI auk þess sem Hlynur Þór mun kynna NaviLense í Teams auk þess sem SUH opnar ráðstefnuna.  

Í framhaldi af UNK ráðstefnunni verður NSK og NKK fundur sem við stýrum og mönnum þ.e.a.s fundarstjórn og ritun fundargerðar. SUH gerir eftirfarandi tillögu um þátttakendur á okkar vegum, en skráning á ráðstefnuna líkur 15 maí.  

Dagsetning; UNK Sunnudagur 21 til og með 24 ágúst.  

NSK/NKK 25 ágúst.  

Tillaga um þátttakendur:  

UNK Baldur Snær Sigurðsson  

UNK Dagbjört Andrésdóttir fyrirlesari  

UNK Lára Kristín Lárusdóttir leiðsögumaður  

UNK Þorkell J Steindal fyrirlesari 

UNK, NKK Marjakaisa Matthíasson, NKK starfsmaður fundar 

UNK, NKK Rósa María Hjörvar, NKK forsvar 

UNK, NSK Ásdís E. Guðmundsdóttir, NSK þátttakandi 

UNK, NSK Mónika Elísabet Kjartansdóttir, NSK starfsmaður fundar 

UNK, NSK Sigþór Hallfreðsson, NSK forsvar 

UNK, Ann Linda leiðsögumaður  

Á Teams: Hlynur Þór Agnarsson, NaviLense kynning.  

Önnur mál.  

Engin önnur mál  

 

Fundi slitið kl 16:45  

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson