Fundargerð stjórnar nr. 10 2021-2022

Fundargerð 10. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 16. mars kl. 15:00.  

Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri:

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,

Forföll: HSG

Fundarsetning.

SUH setti fundinn, sem haldin var á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.

Afgreiðsla seinustu fundargerðar.

Fundargerð seinasta fundar sem legið hefur frammi á Teams svæði stjórnarinnar, var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar undirritunar.

Lýst eftir öðrum málum.

Engin önnur mál

Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

NSK og NKK. Fundur í lok mars og NUK ráðstefna í haust.
Rauða fjöðrin.
Stefnuþing ÖBÍ
Félagsfundur til að kynna niðurstöður þjónustukannanna.

Vegna Covid veikinda lá ekki fyrir skrifleg skýrsla frá framkvæmdastjóra.

Lagabreytingatillögur

Fyrir fundinum lágu tillögur að breytingum frá Hákoni Þorra Magnússyni lögmanni hjá Magna lögmönnum, til samræmis við lög um almannaheillafélög. Eftir ítarlegar umræður var ákveðið var að fela lögmanninum að setja tillögurnar fram þannig að leggja megi þær fram á aðalfundi Blindrafélagsins, áður en það verður mun stjórn fjalla um tillögurnar. Formaður mun vera í samskiptum við lögmanninn.

Möguleg aðkoma Blindrafélagsins um aðstoð við flóttamenn frá Úkraínu

Rætt var um mögulega aðkomu félagsins að aðstoð við blinda og sjónskerta flóttamenn frá Úkraínu. Félagið mun veita þá aðstoð sem í þess valdi stendur eftir því sem tilefni gefst til hvort sem er sem jafningjastuðning eða til að bæta aðstæður viðkomandi. Ekki er talið tilefni til breytinga á reglum um útleigu á leiguíbúða vegna þessa. Fram kom að málefni blindra og sjónskertra flóttamanna frá Úkraínu verða rædd á komandi NSK fundi í lok mars.

Almennar umræður

Spjallað um það sem fram undan er í starfi félagsins.

Fundi slitið  kl. 18:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.