Fundargerð stjórnar nr. 8 2021-2022

Fundargerð 8. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 2. Febrúar kl. 16:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll:

1. Fundarsetning.

SUH setti fundinn, sem haldinn var á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða.

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 7 fundar, sem legið hefur frammi á Teams svæði stjórnarinnar, var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar undirskriftar.

3. Lýst eftir öðrum málum.

HSG og KHE. Skíðanámskeið.

4. Inntaka nýrra félaga.

Alls lágu fyrir umsóknir frá 6 umsækjendum og voru þær samþykktar með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

5. Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Erindi frá Félagsvísindastofnun HÍ v/könnun á húsnæðismálum.
  • Afrekshópur Íþróttasambands Fatlaðra.
  • Sumarbúðir IF
  • Fjölmiðlaskýrsla 2021.
  • Úttektin á þjónustu við Blint og sjónskert fólk
  • Heyrnartækni ehf styrkir Leiðsöguhundaverkefnið
  • Landssöfnun Lions „Rauða fjöðrin“
  • NSK fundur 28 mars 2022  
  • Mikilvægar dagssetningar

 

Erindi frá Félagsvísindastofnun HÍ v/könnun á húsnæðismálum var samþykkt.

Erindi frá ÍF um Afrekshóp ÍF var samþykkt.

Erindi frá ÍF um sumarbúðir var samþykkt.

 

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Rekstraráætlun  fyrir  2022.         
  • Hamrahlíð 17, 6 hæð.       
  • Leiðsöguhundaverkefni     
  • Skýrsla yfir Þjónustu úttekt.         
  • Skoðanakönnun Gallup.   
  • Skýrsla frá Miðlun.  
  • Aðgengis úttekt á vefsvæði TR.   
  • Skattaafsláttur á styrkjum greiddum almannaheilla samtökum.        
  • Íslenskunámskeið   
  • RIWC 2022 Undirbúningur.

6. Rekstraráætlunar 2022.

KHE gerði ítarlega grein fyrir rekstraráætlun fyrir 2022 og samanburði við rauntölur 2021. Gert er ráð fyrir að heildar tekjur muni verða rétt um 294 milljón króna, sem er 7% aukning frá 2021. Rekstrargjöld eru áætluð 282 milljónir króna, sem er aukningu um 11% frá 2021. Í bakhjarlagreiðslum er gert ráð fyrir að þær hækki um 9% á milli ára.

EBIDTA er áætluð 23,8 milljónir króna og rekstrarafkoma að metöldum afskriftum og

fjármagnsliðum 8 milljónir króna. 

Skoða sundurliðaða rekstraráætlun með samanburði við 2021.

Frekari sundurliðun má sjá í rekstraráætlun sem er á Teams svæði stjórnarinnar. Rekstraráætlunin var samþykkt samhljóða.

7. Hamrahlíð 17 – Viðhaldsverkefni

KHE kynnti framgang verkefnisins. Verkefninu verður stillt upp sem tveimur áföngum. Fyrri áfangi verður að reisa hæðina og er áformað að sá áfangi verði boðinn út nú í febrúar og framkvæmdir hefjist ekki síðar en 10. júní. Seinni áfanginn sem er innrétting hæðarinnar hefjist í nóvember og verði lokið í janúar 2023. Kostnaðaráætlun verður lögð fyrir stjórnina þegar hún liggur fyrir.

8. Leiðsöguhundaverkefnið.

KHE sagði frá því að Sigfúsarsjóður hafi fært leiðsöguhundaverkefni Blindrafélagsins 4,5 mkr. styrk.

KHE gerði grein fyrir samskiptum við Kunstmarket og þeirri niðurstöðu að verið er að ganga frá samning milli Blindrafélagsins, ÞÞM og Kunstmarket. Samþykkt var að Blindrafélagið skrifaði undir samninginn. Jafnframt var að Blindrafélagið skyldi vera með sérstakan sjúkrasjóð sem að greitt gæti fyrir dýralæknisþjónustu í þeim tilvikum sem að hundur er ekki tryggður.

Samþykkt var að tillögu framkvæmdastjóra að á árinu 2022 myndi Blindrafélagið kaupa 4 hunda til úthlutunar.

9. Styrktarsjóður Richards og Dóru

SUH  var skipaður aðalmaður og KHE varamaður.

10. Önnur mál.

KH kynnt hugmynd að gönguskíðanámskeiði á Drangsnesi. Styrkupphæð sem sótt er um er 500. þkr.  Samþykkt að hleypa verkefninu af stað og auglýsa.

 

Fundi slitið  kl. 18:030

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.