Fundargerð stjórnar nr. 9 2021-2022

Fundargerð 9. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 02.03.2022     

Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri:

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,

Forföll: GRB

Fundarsetning.

SUH setti fundinn, sem haldin var á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.

Afgreiðsla seinustu fundargerðar.

Fundargerð seinasta fundar sem legið hefur frammi á Teams svæði stjórnarinnar, var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar undirritunar.

Lýst eftir öðrum málum

SUH – Marrakesh samningurinn.

Inntaka nýrra félaga.

Fjöldi umsókna um félagsaðild sem lá fyrir fundinum: 4

Voru umsóknirnar samþykktar með fyrirvara um staðfestingu næsta aðalfundar.

Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  1. Staða fatlaðra í Úkraínu
  2. UNK ráðstefnan, undirbúningur.
  3. NSK fundur 28 mars.
  4. Af vettvangi ÖBÍ, stefnuþing ofl.
  5. Úttektin á þjónustu við Blint og sjónskert fólk.
  6. Landssöfnun Lions „Rauða fjöðrin.
  7. Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar.

Samþykkt var að halda undirbúningi fyrir NSK og NKK áfram þrátt fyrir stöðuna í Úkraínu og Covid og bera þann kostnað sem kann að falla til.

Í Skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  1. Hamrahlíð 17.
  2. Leiðsöguhundaverkefnið.
  3. Styrkur frá Reykjavíkurborg
  4. Lög um almannaheillasamtök
  5. Fyrirspurn um innleiðingu aðgengistilskipunar EES

Eftirfarandi erindi lágu fyrir fundinum:

Lög um félög í í almannaþágu og áhrif þeirra á lög Blindrafélagsins.

Þann 1 nóvember 2021 tóku gildi lög um félög til almannaheilla. Þessi nýja löggjöf  færir þeim samtökum sem uppfylla skilyrði laganna ákveðnar skattalegar ívilnanir um leið og ákveðnar stjórnunarlegar skyldur eru lagðar á þau samtök sem sækjast eftir að vera skráð sem almannaheillasamtök.

Að tillögu formanns samþykkti stjórn Blindrafélagsins að fá lögmann félagsins, Pál Rúnar Kristjánsson hjá Magna lögmönnum að semja breytingar á lögum félagsins sem uppfylla þá ákvæði sem að lög um almannaheillasamtök gera kröfur um. Stefnt skal að því að þessar breytingar verði kynntar á sérstökum félagsfundi sem haldinn verði að minnsta kosti 3 vikum fyrir næsta aðalfund.

Aðalfundur Blindrafélagsins

Samþykkt var að aðalfundur yrði haldinn 28. maí næstkomandi, kosningar að mestu leiti rafrænar.

Félagsfundur

Samþykkt var að halda félagsfund 23 mars eða 16 mars kl 16:00. Félagsfundur til að kynna Þjónustuúttekt Intellecta á Þjónustuframboði fyrir blinda og sjónskerta einnig könnun Gallup meðal félagsmanna Blindrafélagsins.

Stefnuþing ÖBÍ

Stefnuþing ÖBÍ verður haldið 1 apríl. Fulltrúar Blindrafélagsins á stefnuþingið voru valdir: SUH, DK, RR, KHE og ÁEG. Var formanni falið að skipa fleiri, en félagið á rétt á 6 aðalfulltrúum.

Önnur mál.

Marrakesh samningurinn tók gildi í dag á Íslandi.

ÁEG spurði út í endurnýjun leiðsöguhunda.

 

Fundi slitið  kl. 18:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.