Fundargerð stjórnar nr. 10 2022-2023

Fundargerð 10. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn miðvikudaginn 15. mars kl. 15:00.    

Stjórn og framkvæmdastjóri:      

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,    
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,    
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,    
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,    
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,    
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,   
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,    
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,    
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,       

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.   

Forföll:   RMH.    

Fundarsetning    

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.

Afgreiðsla fundargerðar    

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar staðfestingar.

Lýst eftir öðrum málum.     

SUH.

Inntaka nýrra félaga    

SUH bar upp umsóknir 5 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.  

Skýrslur, bréf og erindi.    

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

 • Félagsfundur 16 mars
 • Deildir, nefndir og klúbbar innan Blindrafélagsins
 • Norræna samstarfið í breyttu formi
 • Á döfinni framundan og mikilvægar dagsetningar

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:  

 • Niðurstöður úr traustsmælingu Gallups
 • Fjáraflanir
 • Ferðaþjónusta
 • Fundur með félagsmálaráðherra
 • Framkvæmdir og fjármögnun
 • Samningur milli SÍM og Almannaróms á loka metrum
 • KSÍ
 • Verkefnasamningur við strætó um NaviLens að klárast
 • Uppfærslur á hljóðnemum í salnum
 • Hlusta hnappurinn kominn á verkefnalista hjá Reykjavíkurborg
 • Stuðningur til sjálfstæðis og Blind börn
 • Rafræn skilríki
 • Kvörtun frá Augnlæknum Reykjavíkur vegna reykinga við anddyri Hamrahlíða 17.

Norræna samstarfið – vinnuhópar

Úr skýrslu formanns; Á NSK fundinum í ágúst í fyrra var samþykkt ný stjórnarskrá fyrir samstarfsvettvang norrænu blindrasamtakanna.   Í henni er áréttað að NSK er vettvangur stjórna (e. Leadership) félaganna, Hvert land á þar 2 sæti þ.e. fyrir formann og varaformann eða þann aðila sem hvert land um sig skipar sem fulltrúa þeirra.  Fleiri geta eftir atvikum tekið þátt í fundum NSK sem áheyrnarfulltrúar (observers).  Enska er nú viðurkennd sem vinnutungumál.   

Meginbreytingin í nýju skipulagi felast í að NSK er nú orðið eina fastanefndin sem starfar ótímabundið og mun setja á laggirnar vinnuhópa i stað fastra nefnda til að vinna að þeim málefnum sem ákveðið er að leggja áherslu á.  Vinnuhópar hafa að hámarki þriggja ára líftíma. Að þeim tíma liðnum er staðan endurmetin og eftir atvikum skipaður nýr vinnuhópur ef þörf er á.  

Jafnframt var ákveðið að lögð yrði áhersla á eftirfarandi málefni, þróunaraðstoð, fjölbreytileika og jafnrétti og málefni ungs fólks.

Fyrsta verk vinnuhóps er að setja sé markmið og móta starfsáætlun fyrir starfstímabil sitt. Þetta mun t.d. geta falið í sér tillögur um sameiginlega atburði sem tengjast málefninu.  

Varðandi vinnuhópa er gert er ráð fyrir:  

 • Tveimur þátttakendum frá hverju landi,  
 • NSK skipar formann vinnuhópa 
 • Hámarks starfstími eru 3 ár. 
 • Einn raunheimafundur á ári og aðrir fundir rafrænir 
 • Vinnuhópur setjir sér markmið sem vinna á að. 
 • Vinnuhópur móti og leggi fram starfsáætlun fyrir tímabilið. 
 • Móti tillögur um sameiginlega viðburði t.d. ráðstefnur. 
 • Reglubundin upplýsingagjöf um framvindu til NSK (þ.e. fyrir raunheimafund). 
 • Árlegt stöðumat á framvindu og endurmat við lok starfstímabils. 

Á NSK fundinum þann 1 mars síðastliðinn var formleg ákvörðun um fyrirkomulag vinnuhópana staðfest og þar með að hvert land fyrir sig tilnefni sína fulltrúa í eftirfarandi vinnuhópa fyrir 1 apríl. Þegar allir hafa tilnefnt sína fulltrúa getur hópurinn hafið störf. 

SUH lagði fram tillögu um eftirfarandi tilnefningar í vinnuhópana.

 • Vinnuhópur um þróunaraðstoð (Development Working Groups) – áheyrnarfulltrúar Sigþór U. Hallfreðsson og Rósa María Hjörvar. 
 • Vinnuhópur um fjölbreytileika og jafnrétti (Diversity and Equality Working Group) – Marjakaisa Matthíasson og Eliona Gecaj. 
 • Vinnuhópur um málefni ungs fólks (Youth Working Group) – Sandra Dögg Guðmundsdóttir og Daníel Anton Benediktsson. 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Skipulag félagsins. Deildir, nefndir og klúbbar. 

Framhald umræðu um skipulag og starfsemi eininga innan félagsins, en í 13. gr. laga Blindrafélagsins segir; Stjórn Blindrafélagsins er heimilt að fela einstaklingum og nefndum, sem hún kýs, afmörkuð verkefni fyrir félagið á milli stjórnarfunda. 

Frjóar umræður urðu um skipulag á deilda, nefnda og klúbbastarf innan félagsins, samhengi þeirra og skörun.  Góður samhljómur var um mikilvægi þess að áfram þróist öflugt grasrótarstarf og sveigjanleiki í skipulaginu en um leið að afmarka þurfi viðmið um lágmarksvirkni, gegnsæi og opin möguleika fyrir áhugasama til þátttöku.  Einnig hvað varðar formlega aðkomu stjórnar að tilurð slíkra starfseininga sbr. 13. gr. og um bakstuðning og aðstoð frá starfsmönnum félagsins.  Áfram verður unnið með málið með það að markmiði að móta viðmiðunarreglur um starfseiningar inna Blindrafélagsins. 

Önnur mál.

SUH spurðist fyrir um stöðu spaðaboltaborðsins. KHE gerði grein fyrir því að pöntunarferlið væri farið í gang.

Fundi slitið kl. 17:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.