Fundargerð stjórnar nr. 14 2022-2023

Fundargerð 14. Stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022-2023, haldinn miðvikudaginn 10. maí. kl 16:00

Stjórn og framkvæmdastjóri:

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,    
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,    
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,    
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,    
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,    
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,   
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,    
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,    
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,   

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.   

Forföll:

Fundarsetning  

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.  

Lýst eftir öðrum málum

KKMH, SDG

Aðalfundur 2023

Farið var yfir eftirfarandi ályktanir og sammælst um að stjórn muni leggja þær fyrir aðalfund:

  • Máltækniáætlun – til framtíðar
  • Hamrahlíð 17 – þjónustukjarni.

Sjá fylgigögn á Teams svæði stjórnar.

Önnur mál

KKMH sagði frá því fyrirhuguð upptökum fyrir þáttinn Með okkar augum þar sem fjalla á um íþróttir fyrir fatlað fólk.

SDG spurðist fyrir um sumarbúðir fyrir blind og sjónskert börn á íslandi, fram kom að þátttaka hefur ekki verið næg til að halda þær.

Einnig kom fram að aðalfundur Ungblind er fyrirhugaður í maí og lýsti stjórn ánægju sinni að Ungblind væri að eflast.

Formaður þakkaði stjórnarmönnum fyrir farsælt og árangurríkt samstarf á starfstímabilinu.

Fundargerð

Fundargerð lesin upp og samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar staðfestingar.

Fundi slitið kl 18:05

Fundargerð ritar Kristinn Halldór Einarsson