Fundargerð stjórnar nr. 12 2022-2023

Fundargerð 12. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn fimmtudaginn  29. apríl kl. 12:00.

Stjórn og framkvæmdastjóri: 

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,      
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,      
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,      
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,      
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,      
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,     
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,      
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,      
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,     

 

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.    

Forföll: Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari  

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar. 

Afgreiðsla fundargerðar 

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar staðfestingar. 

Lýst eftir öðrum málum 

HSG, RR, RMH 

Inntaka nýrra félaga 

SUH bar upp umsóknir 12 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar. 

Skýrslur, bréf og erindi. 

Í skýrslu formanns var fjallað um aðalfund Blindrafélagsins.  

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um: 

  • Aðalfundur 
  • Fjáraflanir 
  • Happdrætti 
  • Alþjóðadagur leiðsöguhunda 
  • RIWC 2022 
  • Ferðaþjónusta  
  • Framkvæmdir og fjármögnun 
  • Fundur með augnlæknum 
  • Húsaleigusamningar vegna íbúða 
  • Samningur milli SÍM og Almannaróm 
  • Verkefnasamningur við Strætó um NaviLens 
  • Stuðningur til sjálfstæðis og Blind börn 
  • Rafræn skilríki.  

Aðalfundur Blindrafélagsins 

Að tillögu formanns voru eftirtaldir tilnefndir til starfa á aðalfundinum.  

Hjörtur Heiðar Jónsson fundarstjóri 

Marjakaisa Matthíasson fundaritari 

Baldur Snær Sigurðsson tæknistjóri 

Auk starfsmanna félagsins.  

 

Lögð verði fram tillaga um óbreytta kjörnefnd en hana skipa  

Sigtryggur Rósmar Eyþórsson  

Bessi Gíslason  

Brynja Arthúrsdóttir 

Harpa Völundardóttir til vara  

Samþykkt var að gera tillögu til hækkunar á félagsgjaldi 2024 úr 4000 kr í 4500 kr, jafnframt var samþykkt að gerð yrði tillaga að stjórnarlaun hækki í 10.000 fyrir setinn fund ásamt undirbúningi.  

Ársreikningar Blindrafélagsins 2022 

Á fundinn voru mættar Hjördís Ýr Ólafsdóttir og Gerður Þóra Björnsdóttir frá KPMG og Kristín Waage bókari Blindrafélagsins. Gerður fór yfir ársreikninga félagsins fyrir árið 2022. Megin niðurstaða var : 

Heildarvelta félagsins nam 303,5 mkr. sem er 9,6% aukning frá 2021. 

Rekstrargjöld voru 287.1 mkr sem er 8,5% aukning frá 2021 

Tap ársins að meðtöldum fjármagnsliðum og afskriftum nam 1,9 mkr. í samanburði við 3,8 mkr. tap árið 2021.  

Ársreikningar í heild sinni má finna á Teams svæði stjórnar.  

Rekstraryfirlit janúar til og með mars 2022 

KHE og Kristín Waage fóru yfir rekstraryfirlit fyrir fyrstu 3 mánuði ársins og báru saman við áætlun. Megin niðurstaðan var: 

Rekstrartekjur námu 87,3 mkr sem er 19,4% umfram áætlun.  

Rekstrargjöld námu 76,9 mkr sem er 3,9% undir áætlun.  

Sundurliðað yfirlit má sjá á Teams svæði stjórnar.  

Önnur mál  

HSG greindi frá því að mikil ánægja var með Portúgalsferð meðal ferðalanga. HSG óskaði eftir heimild frá stjórn til að skipuleggja Akureyrarferð síðla sumars eða næsta haust og var það samþykkt.  

RR óskaði eftir að fá að sitja verkfundi vegna framkvæmda við 6 hæð og var samþykkt að stjórnin yrði boðuð á þessa fundi. 

RMH lýsti því yfir að hún ætli að verða við áskorunum um að gefa kost á sér til formanns Öbí í haust. Stjórn lýsti yfir stuðning við þau áform.  

 

Fundi slitið kl 12:35 

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.