Fundargerð stjórnar nr. 11 2022-2023

Fundargerð 11. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022– 2023, haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl. 12:00.

Stjórn og framkvæmdastjóri:

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll:

Fundarsetning.

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.

Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar staðfestingar.

Lýst eftir öðrum málum.

RMH

Framgangur framkvæmda á 6 hæð.

Á fundinn var mættur Kristmundur Eggertsson (KE) húsasmíðameistari, en hann hefur yfirumsjón með hækkunarframkvæmdum. KE gerði ýtarlega grein fyrir hinum ýmsu vandræðum sem hlotist hafa af slælegum frágangi á þaki og mikið sprunginni plötu. Töluverður leki hefur verið niður á 5 hæð, svo mikill á vissum stöðum að færa hefur þurft verðmæt tæki og tól úr viðkomandi rýmum. Ljóst er að búast má við áframhaldandi leka í gegnum plötuna með tilheyrandi vandkvæðu. 
SUH gerði að tillögu sinni að Sjónstöðinni yrði boðin afnot að 3 rýmum á annarri hæð þangað til hæðin kemst undir þak. Um er að ræða heilsusalinn, fundarherbergið og tölvuverið. Tillagan var samþykkt samhljóða. 

Skammtímafjármögnun framkvæmda.

Á fundinn var mættur Ólafur Haraldsson sem gestur en hann hafði tekið að sér að reikna út kostnað við mismunandi fjármögnunarvalkosti fyrir framkvæmdirnar. Farið var yfir mismunandi valkosti með tilheyrandi umræðum, sjá skjal á teams svæði fundarins. 
Samþykkt var að taka tilboði Landsbankans um skammtíma yfirdráttarfjármögnun fyrir allt að 300 milljónum króna. Jafnframt var samþykkt að á næsta fundi yrðu skoðaðir langtíma fjármögnunarmöguleikar en það er ekki hægt í dag á meðan ekki liggur fyrir vissa um leigutaka og umsamin leiguverð.

Önnur mál.

RMH vakti athygli á því sem virðist vera nýjar reglur í ferðaþjónustu Blindrafélagsins sem snúa að því að geta rofið ferð í stuttan tíma og haldið síðan áfram. Framkvæmdastjóri tók að sér að leita skýringa hjá Hreyfli.

Fundi slitið kl 15:00

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.