Fundargerð stjórnar nr. 9 2021-2023

Fundargerð 9. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn miðvikudaginn 22. febrúar kl. 15:00.    

Stjórn og framkvæmdastjóri:      

Sigþór U. Hallfreðsson UH) formaður,    
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,    
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,    
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,    
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,    
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,   
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,    
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,    
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,   

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.      

Forföll:  

Fundarsetning    

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.    

Afgreiðsla fundargerðar    

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis.    

Lýst eftir öðrum málum.    

SUH

Inntaka nýrra félaga    

Engar umsóknir lágu fyrir.

Skýrslur, bréf og erindi.    

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

 • Deildir, nefndir og klúbbar innan Blindrafélagsins.
 • Norræna samstarfið í breyttu formi.
 • Starfsáætlun stjórnar – drög
 • Aðalfundur EBU
 • Á döfinni framundan og mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:  

 • Fjáraflanir
 • Ferðaþjónusta
 • Fundur með félagsmálaráðherra
 • Sjónverndarsjóður Íslands
 • NaviLens og Strætó
 • Símarómur
 • Hable One – Punktaletursfjarstýring fyrir snjallsíma
 • Hamrahlíð 17 – hækkunar framkvæmdir

Stjórn samþykkti að veita framkvæmdarstjóra heimild til að ganga að fyrirliggjandi tilboði um kaup á Hable One, ef ekki færst styrkur til kaupanna eða tækið verði til úthlutunar hjá Sjónstöðinni.  

Félags og aðalfundur

Ákveðið var að halda félagsfund fimmtudaginn 16 mars og að umfjöllunarefni fundarins yrði landsáætlun um innleiðingu samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Einnig var ákveðið að aðalfundurinn yrði haldinn 13 maí nk. 

Norræna samstarfið

SUH gerði grein fyrir umfangsmiklum breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagningu norræna samstarfi blindrafélaganna. Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með breytingarnar.

Sjá frekari upplýsingar í skýrslu formanns á Teams svæði stjórnar.

Deildir, nefndir og klúbbar Blindrafélagsins.

SUH fór yfir innra starf Blindrafélagsins, eftir töluverðar umræður var niðurstaðan sú að frekari umræðu væri þörf.

Sjá frekari upplýsingar í skýrslu formanns á Teams svæði stjórnar.

Önnur mál.

SUH kynnti erindi frá Dagbjörtu Andrésdóttur um fyrirhugaða efnisöflun í  kynningarmynd um heilatengda sjónskerðingu.  

Fundi slitið kl : 18:00

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.