Fundargerð stjórnar nr. 11 2023-2024

Fundargerð 11. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 28. febrúar 2024, kl 15:00.   

Stjórn og framkvæmdastjóri: 

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)     
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)      
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)      
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,  (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)     
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)     

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri

Forföll : UÞB

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.   

Lýst eftir öðrum málum. 

ÁEG

Inntaka nýrra félaga

SUH bar upp umsóknir 7 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.  

Skýrslur, bréf og erindi.

Tölvubréf frá Bergvini Oddsyni, varðandi verðhækkanir á skammtímaleiguíbúðum og herbergjum og ónæði vegna framkvæmda í H17 sem trufla morgunsvefn. 

Stjórn bendir á að leiguverð til félagsmanna á skammtímahúsnæði í H17 er hófstillt og til muna ódýrara en gengur og gerist.  Breytingar á leiguverði taka mið af almennum verðlagsbreytingum.  Óhjákvæmilegt er að framkvæmdum fylgi eitthvað rask og hefur verktakinn tekið tillit til íbúa og þeirra sem starfa í H17 eins og framast er kostur á.

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • Camp Abilities (Færnisbúðir) í október
  • Félags og aðalfundur
  • Evrópsku leiðsöguhundasamtökin
  • Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra
  • Réttingaskóli Unicef
  • EBU aðalfundur
  • Samráðsfundur stjórnar og starfseininga Bf
  • Á döfinni og mikilvægar dagsetningar

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um: 

  • Fjáröflun
  • Framkvæmdir
  • Leigusamningur vegna 6 hæðar
  • Fundur með Hljóðbókasafninu
  • Stuðningur til sjálfstæðis
  • Styrkir frá félags- og vinnumarkaðs ráðuneytinu
  • Starfsmannamál
  • Greiðsluhirðingar þjónusta
  • Hreyfill bláa forritið hætt að virka
  • Uppfærsla á vefverslun Blindrafélagsins
  • Samvinnuhópur Norðurlanda um stafræna innleiðingu og þátttöku
  • Símarómur, ný útgáfa
  • Máltækniáætlun 2
  • Nýr vefur Blindravinnustofunnar
  • NaviLens og Strætó
  • Starfshópur um rafræn aðgengismál fyrir fatlaða
  • 85 ára lógó Blindrafélagsins
  • Happdrættisvinningar fyrir sumarhappdrætti 2024

Stjórn lýsti ánægju með greinagóða skýrslur framkvæmdarstjóra

Stuðningur til sjálfstæðis

SUH vakti athygli á því að styrktarsjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis myndi að öllu óbreyttu tæmast á þessu ári. Stjórn samþykkti að fela framkvæmdarstjóra að leitast eftir því við Blindravinafélagið að setja aukið fjármagn í sjóðinn ásamt Blindrafélaginu. Í umræðu kom fram ríkur vilji að viðhalda þessum sjóði.

Félags og aðalfundur

Þar sem í ljós hefur komið að endurskoðendur Blindrafélagsins hafa ekki tök á að mæta á aðalfund félagsins þann 4 maí þá var samþykkt að tillögu SUH að færa aðalfundinn til 11 maí. Var það samþykkt samhljóða.

SUH kallaði eftir hugmyndum að efni á fyrirhuguðum félagsfundi Blindrafélagsins þann 13 mars nk. Fram komu eftirfarandi tillögur, að bjóða Ölmu Ýr formanni ÖBÍ að kynna tillögu að breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem nú eru í samráðsgátt stjórnvalda einnig var hugmynd um að bjóða þeim sem er í forsvari fyrir Bjarkarhlíð að kynna starfsemina sem Bjarkarhlíð bíður uppá.

Tillögurnar voru samþykktar samróma.

Evrópsku leiðsöguhundasamtökin

SUH kynnti hugmyndir um að skoðað verði hvort Blindrafélagið sæki um aðild að Evrópsku leiðsöguhundasamtökunum.

Málið er í skoðun.

Afmæli Blindrafélagsins

Verið að leggja lokahönd á 85 ára afmælislógó Blindrafélagsins. Stjórn samþykkti að halda 85 ára afmæli Blindrafélagsins lágstemmdu þar sem megin áhersla verði lögð á afmælishóf í Hamrahlíð 17 þann 19 ágúst og afhendingu 6 hæðar til Sjónstöðvarinnar.  Einnig kom fram sú hugmynd að rifja upp kynni þeirra einstaklinga sem tóku þátt í myndinni Lifað með sjónskerðingu sem kom út fyrir 10 árum með stuttum innslögum á samfélagsmiðla.

Önnur mál 

Ásdís bar fram fyrirspurn varðandi möguleikann á að tengja saman blinda og sjónskerta einstaklinga í Hveragerði. Bent var á hafa samband við Skrifstofu félagsins varðandi aðstoð við það.

Fundi slitið kl: 17:20

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson