Fundargerð 15. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 10. maí 2024, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll : GRB, UÞB.
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Inntaka nýrra félaga
SUH bar upp umsóknir 3. umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Aðalfundur
Farið var yfir dagskrá aðalfundarins. Samþykkt að stjórn leggi eftirfarandi tillögur fyrir aðalfundinn:
Starfsmenn til að stjórna fundinum:
Hjörtur Heiðar Jónsson sem fundarstjóri
Marjakaisa Matthíasson sem fundarritari
Baldur Snær Sigurðson sem tæknistjóri.
Í kjörnefnd er gerð tillaga um eftirfarandi:
Brynja Arthúrsdóttir, Harpa Völundardóttir, Gísli Helgason og til vara Hjalti Sigurðson.
Sem félagslega endurskoðendur er gerð tillaga um að Hjörtur Heiðar Jónsson og Jón Heiðar Daðason yrðu endurkjörnir.
Stjórn gerir tillögu að árstillag og gjalddagi verði haldið óbreytt 4500 kr.
Stjórn gerir tillögu um að laun fyrir setu á stjórnarfundi taki mið af hækkun launavísitölu og hækki upp í 11.000.
Borin var upp ályktunartillaga til að leggja fyrir fundinn:
Ályktun Aðalfundur Blindrafélagsins 2024
Aðalfundur Blindrafélagsins 2024 hvetur stjórnvöld til að huga sérstaklega að þörfum blindra og sjónskertra einstaklinga í allri stefnumótun og allri þróun á nýjum lausnum innan upplýsingatækni og innleiðingu stafrænnar þjónustu. Aðalfundur ítrekar einnig mikilvægi þess að viðhalda því aðgengi sem þó hefur áunnist og krefur stjórnvöld um að standa vörð um sjálfstæði og starfsemi Hljóðbókasafns Íslands, en safnið er gott dæmi um það hvernig hægt er að veita aðgengi að efni sem annars væri okkur lokuð bók.
Greinargerð:
Blindir og sjónskertir hafa lengi verið leiðandi afl í þróun tæknilausna, enda er það i okkar hag að samfélagið verði eins stafrænt og kostur er. Því miður hefur borið á því að þær lausnir sem þróaðar eru séu ekki aðgengilegar okkar hóp, þó að þær ættu að geta verið það. Vandinn virðist oft á tíðum vera skortur á heilstæðri stefnumótun og eftirfylgd. Við hvetjum stjórnvöld til þess að tryggja að allar þær lausnir sem þróaðar eru séu í samræmi við WCAG 2.1 staðalinn og það sé þannig tryggt að blindir og sjónskertir hafi aðgang af þeim. Blindir og sjónskertir eiga, og skulu eiga rétt á, að sækja sér upplýsingar, hvort sem það er vegna vinnu eða náms, eða til dægrastyttingar, og þá er það stjórnvalda að tryggja jafnan rétt okkar til upplýsinga í lýðræðis og velferðarþjóðfélagi.
Önnur mál
Engin önnur mál.
SUH þakkaði stjórnarmönnum fyrir gott og farsælt samstarf á kjörtímabilinu.
Fundi slitið kl: 16:30
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson