Fundargerð 7. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudaginn 4. desember 2024, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll : UÞB, SDG, ÁEG, HSG
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
RMH
Inntaka nýrra félaga.
SUH bar upp umsóknir 3 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Fræða- og menningarhátíð 21 til 22 febrúar
- Fulltrúaráðsfundur Brynju
- Ekko áætlun
- NSK fundur
- Starfsáætlun stjórnar 2025
- Á döfinni og mikilvægar dagsetningar
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
- Rekstraráætlun 2025
- Leigusamningur við Augnlækna Reykjavíkur
- Framkvæmdir
- Fjáraflanir
Hamrahlíð 17, endurbætur 5. Hæð
Kristmundur Eggertsson kom sem gestur á fundinn og gerði grein fyrir umfangi framkvæmda á 5 hæð. Kostnaðaráætlun upp á 227 milljónir liggur fyrir og þá er gert ráð fyrir að endurnýja timburútveggi á svölum.
Stjórn samþykkti að setja þessar framkvæmdir af stað enda liggur fyrir leigusamningur við Augnlækna Reykjavíkur um að þeir taki alla 5 hæðina á leigu. Leigusamningurinn er í samþykktarferli.
Rekstraráætlun 2025.
Kristín Waage fór yfir drög af rekstraráætlun ársins 2025. Gert er ráð fyrir 5% hagnaði af reglulegri starfsemi.
Stjórn lýsti yfir ánægju með áætlunina og samþykkti hana.
Starfið framundan.
SUH lagði fram drög að starfsáætlun frá áramótum fram að aðalfundi.
Auk reglubundinna funda stjórnar er gert ráð fyrir samráðsfundi stjórna og starfseininga 24 janúar, Félagsfund 19 mars og Aðalfund 9 maí.
Önnur mál.
RMH vakti athygli á að Inga Sæland félagsmaður í Blindrafélaginu væri einn af þremur þátttakendum í stjórnarmyndunar viðræðum af afloknum alþingiskosningum. Stjórn félagsins tekur undir heillaóskir til Ingu og óskar henni velfarnað í vandasömu verkefni.
RMH vakti athygli á því að búið sé að opna fyrir umsóknir hjá Skerf styrktar sjóð sem er í vörslu Almannaróms.
Fundi slitið kl: 16:52
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson