Afmælishóf Blindrafélagsins.

Ágætu félagsmenn, í tilefni af 80 ára afmæli Blindrafélagsins efnir félagið til hátíðarsamkomu á Hótel Nordica mánudaginn 19. ágúst klukkan 16:00.

Dagskráin verður hátíðleg og fjölbreytt, forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson ávarpar samkomuna, samfélagslampi Blindrafélagsins verður afhentur, fjölbreytt tónlistaratriði og ýmislegt fleira en nánar um það síðar.

Félagsmenn eru hvattir til að taka daginn frá og fagna saman þessum merku tímamótum í sögu Blindrafélagsins.

Sigþór U. Hallfreðsson.
Formaður.