Allir í stuði - Líkamsræktarklúbbur

Tómstundanefnd fer á stað með líkamsræktarklúbb sem mun koma saman 2. og 4. þriðjudag í mánuði klukkan 16.00 í sal Blindrafélagsins á 2. hæð í Hamrahlíð 17. Við byrjum í október. Starfið verður til reynslu fram að jólum en ef viðtökurnar verða góðar er stefnt á að gera klúbbastarfið af föstum lið í félagsstarfinu.
 
Markmiðið með líkamsræktarklúbbnum er að bjóða upp á hreyfingu og æfingar sem henta öllum, óháð aldri, reynslu né getu. Reynt verður að hafa starfið sem fjölbreyttast og munu ýmsir félagsmenn taka að sér að leiða tímana. 
 
Þátttaka í klúbbastarfinu er að sjálfsögðu öllum að kostnaðarlausu og vonumst við til að sjá sem flesta koma að svitna með okkur enda er maður manns gaman.
 
Kveðja, Tómstundarnefndin